Lenda á Mars í dag og leit að lífi heldur áfram Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. október 2016 07:30 Vísindamenn evrópsku geimvísindastofnunarinnar ESA hafa nóg að gera í dag. vísir/epa Um þrjúleytið í dag að íslenskum tíma er áætlað að geimfar frá evrópsku geimvísindastofnuninni ESA lendi á reikistjörnunni Mars. Þetta verður í fjórtánda sinn sem reynt er að koma geimfari til lendingar á mars, en í áttunda sinn sem það tekst.Geimfarið Schiaparelli var leyst frá móðurferju sinni á sunnudaginn, en móðurferjan TGO fer í dag á sporbraut um Mars og gerist það um svipað leyti og Schiaparelli lendir, eða laust fyrir klukkan þrjú að íslenskum tíma. Tilgangurinn er að leita að ummerkjum um líf á rauðu plánetunni, sem svo er nefnd. Þetta er fyrsti leiðangurinn til Mars sem sérstaklega er ætlað leita þar að lífsmarki. Þetta er fyrri hluti leiðangursins, sem nefndur hefur verið ExoMars, en árið 2018 er áætlað að önnur geimflaug frá ESA lendi á Mars með búnað til að gera enn frekari rannsóknir. Þessi fyrri leiðangur á jafnframt að undirbúa seinni leiðangurinn með því að prófa lendingarbúnað og finna hentugan lendingarstað. Vísindamenn segja ýmislegt benda til þess að líf geti hafa þrifist á Mars í einhverju formi. Það geti jafnvel enn verið að finna þar. ESA hefur einu sinni áður reynt að koma geimfari til Mars. Það var Beagle 2 sem Bretar smíðuðu og komst reyndar til Mars árið 2003, en missti strax allt samband við jörð þannig að lítið sem ekkert gagn varð af umstanginu öllu. Rússar hafa tekið þátt í þessu verkefni með samstarfi við ESA. Bandaríkjamönnum hefur hins vegar nokkrum sinnum tekist að senda geimfar til Mars, þar á meðal árið 2008 þegar Phobos-lendingarfarið sendi athyglisverðar myndir til jarðar. Á þeim mátti meðal annars greina snjókomu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lenda geimfari á Mars á morgun Um mjög mikilvægt skref fyrir ESA er að ræða og er það liður í öðrum geimferðum til Mars í framtíðinni. 18. október 2016 15:00 Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu 13. október 2016 12:57 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Um þrjúleytið í dag að íslenskum tíma er áætlað að geimfar frá evrópsku geimvísindastofnuninni ESA lendi á reikistjörnunni Mars. Þetta verður í fjórtánda sinn sem reynt er að koma geimfari til lendingar á mars, en í áttunda sinn sem það tekst.Geimfarið Schiaparelli var leyst frá móðurferju sinni á sunnudaginn, en móðurferjan TGO fer í dag á sporbraut um Mars og gerist það um svipað leyti og Schiaparelli lendir, eða laust fyrir klukkan þrjú að íslenskum tíma. Tilgangurinn er að leita að ummerkjum um líf á rauðu plánetunni, sem svo er nefnd. Þetta er fyrsti leiðangurinn til Mars sem sérstaklega er ætlað leita þar að lífsmarki. Þetta er fyrri hluti leiðangursins, sem nefndur hefur verið ExoMars, en árið 2018 er áætlað að önnur geimflaug frá ESA lendi á Mars með búnað til að gera enn frekari rannsóknir. Þessi fyrri leiðangur á jafnframt að undirbúa seinni leiðangurinn með því að prófa lendingarbúnað og finna hentugan lendingarstað. Vísindamenn segja ýmislegt benda til þess að líf geti hafa þrifist á Mars í einhverju formi. Það geti jafnvel enn verið að finna þar. ESA hefur einu sinni áður reynt að koma geimfari til Mars. Það var Beagle 2 sem Bretar smíðuðu og komst reyndar til Mars árið 2003, en missti strax allt samband við jörð þannig að lítið sem ekkert gagn varð af umstanginu öllu. Rússar hafa tekið þátt í þessu verkefni með samstarfi við ESA. Bandaríkjamönnum hefur hins vegar nokkrum sinnum tekist að senda geimfar til Mars, þar á meðal árið 2008 þegar Phobos-lendingarfarið sendi athyglisverðar myndir til jarðar. Á þeim mátti meðal annars greina snjókomu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lenda geimfari á Mars á morgun Um mjög mikilvægt skref fyrir ESA er að ræða og er það liður í öðrum geimferðum til Mars í framtíðinni. 18. október 2016 15:00 Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu 13. október 2016 12:57 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Lenda geimfari á Mars á morgun Um mjög mikilvægt skref fyrir ESA er að ræða og er það liður í öðrum geimferðum til Mars í framtíðinni. 18. október 2016 15:00
Stefnt að aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um að utanríkisráðherra verði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu 13. október 2016 12:57