Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Una Sighvatsdóttir skrifar 1. október 2016 18:21 Aleppo er nú líklega sá staður sem kemst nú hvað næst því að vera helvíti á jörðu. Aðstæður voru hörmulegar fyrir en frá því á föstudag í síðustu viku hefur stjórnarher Bashar al Assads látið sprengjum rigna yfir íbúðahverfi þar sem almennir borgarar eru í herkví á heimilum sínum. Í gær var mánaðargamalli stúlku bjargað úr húsarústum eftir sprengju, en á aðeins viku hafa yfir 100 börn dáið og 200 til viðbótar særst, sum mjög alvarlega. „Þetta eru ekki hernaðarleg hverfi, heldur svæði þar sem fólk býr. Það hefur engan öruggan stað til að fara á. Það er engin leið til þess að vernda börnin þarna, þegar sú ákvörðun er tekin að varpa sprengjum á þétta íbúðabyggð," sagði Kieran Dwyer, talsmaður UNICEF í Sýrlandi, þegar fréttastofa Stöðvar2 ræddi við hann frá Damaskus.Fréttastofa ræddi við Kieran Dwyer talsmann UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, frá Damaskus í Sýrlandi.Vita aldrei hvar næsta sprengja fellur Síðustu daga hafa skelfilegar fréttamyndir borist af því þegar börn eru dregin blóðug úr húsarústum eftir loftárásir. Það sem ekki sést hinsvegar eru hin andlegu ör sem börnin bera vegna áfallsins. Kieran segir að börn um allt Sýrland upplifi fullkomna skelfingu og ógn á hverjum einasta degi, sérstaklega á umsetnu svæðunum eins og þeim í austurhluta Aleppo sem nú verða fyrir árásum. „Þau vita aldrei hvar næsta sprengja mun falla. Maður getur ekki ímyndað sér þær þjáningar sem börnin í þessu landi ganga í gegnum," sagði Kieran.Börn deyja á gólfi sjúkrahússinsEngin leið er að flytja hjálpargögn á verst leiknu svæði Aleppo. Sjúkrahús hafa verið sprengd, meðal annars í Aleppo þar sem sprengjum var varpað á stærsta sjúkrahús borgarinnar í dag, í annað sinn í þessari viku. 30 læknar sinnar 250 þúsund íbúum í austurhluta borgarinnar. Að sögn Kierans hafa læknar hafa þurft að taka þá erfiðu ákvörðun að sinna ekki börnum með lífshættulegustu áverkana. „Þeir neyðast til þess að skilja þau eftir á gólfinu, án meðferðar, til að deyja, á meðan þeir einbeita sér að þeim börnum sem þeir telja sig geta bjargað með þeim takmörkuðu sjúkragögnum sem þeir hafa. Slík er örvæntingin, eins og ástandið er orðið."Skelfilegar fréttamyndir berast frá Sýrlandi þar sem börn eru grafin út úr húsrústum eftir loftárásir, sum særð eða dáin.Eiga sér framtíðardrauma eins og önnur börn Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær hvatti fulltrúi hjálparstarfs í Sýrlandi þjóðir heims til að sameinast í fordæmingu á hörmungunum. Kieran hvetur Íslendinga til að leiða hörmungarnar ekki hjá sér þótt staðan kunni að virðast vonlaus. „Ég held að þegar venjulegir borgarar á Íslandi líta á sín eigin börn og á börn nágranna sinna, þá ættuð þið að ímynda ykkur að þetta séu sýrlensk börn. Því börn eru alls staðar eins, þau hafa sama ótta og sömu vonir. Við vitum það hér, sem vinnum á hverjum degi með börnum sem lifa af þessar árásir. Þau eru ekki að bíða þess að deyja. Þau eiga sér vonir um hvað þau vilja gera í framtíðinni. Þau segja okkur að þau vilji gera landi sitt að friðsælli og betri stað."Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi er enn í fullum gangi og þúsundir manna um allt land hafa lagt henni lið. Hægt er að styðja hana með því að senda sms-ið UNICEF í nr 1900 (1.900 kr). UNICEF hefur hjálpað milljónum barna í Sýrlandi og nágrannaríkjunum síðan stríðið hófst.Þeir örfáu læknar sem starfa enn í Aleppo eru orðnir uppiskroppa með sjúkragögn og þurfa að gera upp á milli barna sem flutt eru á sjúkrahúsinu eftir því hve líklegt má telja að unnt sé að bjarga lífi þeirra. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Aleppo er nú líklega sá staður sem kemst nú hvað næst því að vera helvíti á jörðu. Aðstæður voru hörmulegar fyrir en frá því á föstudag í síðustu viku hefur stjórnarher Bashar al Assads látið sprengjum rigna yfir íbúðahverfi þar sem almennir borgarar eru í herkví á heimilum sínum. Í gær var mánaðargamalli stúlku bjargað úr húsarústum eftir sprengju, en á aðeins viku hafa yfir 100 börn dáið og 200 til viðbótar særst, sum mjög alvarlega. „Þetta eru ekki hernaðarleg hverfi, heldur svæði þar sem fólk býr. Það hefur engan öruggan stað til að fara á. Það er engin leið til þess að vernda börnin þarna, þegar sú ákvörðun er tekin að varpa sprengjum á þétta íbúðabyggð," sagði Kieran Dwyer, talsmaður UNICEF í Sýrlandi, þegar fréttastofa Stöðvar2 ræddi við hann frá Damaskus.Fréttastofa ræddi við Kieran Dwyer talsmann UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, frá Damaskus í Sýrlandi.Vita aldrei hvar næsta sprengja fellur Síðustu daga hafa skelfilegar fréttamyndir borist af því þegar börn eru dregin blóðug úr húsarústum eftir loftárásir. Það sem ekki sést hinsvegar eru hin andlegu ör sem börnin bera vegna áfallsins. Kieran segir að börn um allt Sýrland upplifi fullkomna skelfingu og ógn á hverjum einasta degi, sérstaklega á umsetnu svæðunum eins og þeim í austurhluta Aleppo sem nú verða fyrir árásum. „Þau vita aldrei hvar næsta sprengja mun falla. Maður getur ekki ímyndað sér þær þjáningar sem börnin í þessu landi ganga í gegnum," sagði Kieran.Börn deyja á gólfi sjúkrahússinsEngin leið er að flytja hjálpargögn á verst leiknu svæði Aleppo. Sjúkrahús hafa verið sprengd, meðal annars í Aleppo þar sem sprengjum var varpað á stærsta sjúkrahús borgarinnar í dag, í annað sinn í þessari viku. 30 læknar sinnar 250 þúsund íbúum í austurhluta borgarinnar. Að sögn Kierans hafa læknar hafa þurft að taka þá erfiðu ákvörðun að sinna ekki börnum með lífshættulegustu áverkana. „Þeir neyðast til þess að skilja þau eftir á gólfinu, án meðferðar, til að deyja, á meðan þeir einbeita sér að þeim börnum sem þeir telja sig geta bjargað með þeim takmörkuðu sjúkragögnum sem þeir hafa. Slík er örvæntingin, eins og ástandið er orðið."Skelfilegar fréttamyndir berast frá Sýrlandi þar sem börn eru grafin út úr húsrústum eftir loftárásir, sum særð eða dáin.Eiga sér framtíðardrauma eins og önnur börn Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær hvatti fulltrúi hjálparstarfs í Sýrlandi þjóðir heims til að sameinast í fordæmingu á hörmungunum. Kieran hvetur Íslendinga til að leiða hörmungarnar ekki hjá sér þótt staðan kunni að virðast vonlaus. „Ég held að þegar venjulegir borgarar á Íslandi líta á sín eigin börn og á börn nágranna sinna, þá ættuð þið að ímynda ykkur að þetta séu sýrlensk börn. Því börn eru alls staðar eins, þau hafa sama ótta og sömu vonir. Við vitum það hér, sem vinnum á hverjum degi með börnum sem lifa af þessar árásir. Þau eru ekki að bíða þess að deyja. Þau eiga sér vonir um hvað þau vilja gera í framtíðinni. Þau segja okkur að þau vilji gera landi sitt að friðsælli og betri stað."Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi er enn í fullum gangi og þúsundir manna um allt land hafa lagt henni lið. Hægt er að styðja hana með því að senda sms-ið UNICEF í nr 1900 (1.900 kr). UNICEF hefur hjálpað milljónum barna í Sýrlandi og nágrannaríkjunum síðan stríðið hófst.Þeir örfáu læknar sem starfa enn í Aleppo eru orðnir uppiskroppa með sjúkragögn og þurfa að gera upp á milli barna sem flutt eru á sjúkrahúsinu eftir því hve líklegt má telja að unnt sé að bjarga lífi þeirra.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira