Enski boltinn

Townsend inn fyrir Raheem Sterling

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andros Townsend.
Andros Townsend. Vísir/Getty
Raheem Sterling getur ekki tekið þátt í komandi landsleikjum Englendinga í undankeppni HM 2018 og hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er að stýra liðinu í fyrsta skiptið í þessum leikjum en hann ákvað að taka inn Andros Townsend í stað Raheem Sterling.

Andros Townsend leikur með Crystal Palace en var áður hjá bæði Tottenham Hotspur og Newcastle United. Hann hefur skorað 1 mark í 7 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Markið skoraði hann á móti Stoke City.

Enska landsliðið mætir Möltu (heima) og Slóveníu (úti) í næstu leikjum en Englendingar unnu 1-0 útisigur á Slóvakíu í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Andros Townsend kemur nú inn í hópinn í fyrsta sinn síðan í vináttuleikjum á móti Tyrklandi og Ástralíu í aðdraganda EM í sumar. Andros Townsend er 25 ára gamall og hefur skorað 3 mörk í 11 A-landsleikjum fyrir England.

Enska knattspyrnusambandið birti myndband með flotti marki hans á móti Ítalíu þegar menn þar á bæ sögðu frá því að Andros Townsend væri kominn inn í enska landsliðshópinn á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×