Fótbolti

Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir

Eins og búast mátti við voru mikil viðbrögð við leik Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í kvöld.

Ísland vann dramatískan 3-2 sigur á Finnum eftir að hafa verið 2-1 undir þegar rúm mínúta var eftir að venjulegum leiktíma.

Okkar menn skoruðu svo sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma en enginn virðist enn viss um hver eigi að fá markið skráð á sig, eða hvort að boltinn hafi yfir höfuð farið yfir línuna.

Íslendingar voru himinlifandi en Finnarnir eins og gefur að skilja afar svekktir. Margir þeirra saka norskan dómara leiksins, Svein Oddvar Moen, um svindl.

Sjá umræðuna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Lukas Hradecky: Fjárans skandall

Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

Alfreð: Þetta var bara eitthvað rugl

Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok, en Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Gylfa Sigurðssonar.

Ragnar: Tek markið 100% á mig

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×