Fótbolti

Alfreð: Þetta var bara eitthvað rugl

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í baráttunni í kvöld.
Alfreð í baráttunni í kvöld. vísir/anton
Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok, en Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma eftir fyrirgjöf Gylfa Sigurðssonar.

„Ég er ekki ennþá búinn að ná mér. Það er mjög erfitt að lýsa því. Við tókum nokkrar sendingar inn í teiginn og vonuðum það besta," sagði Alfreð í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok.

„Þetta var bara eitthvað rugl sem var í gangi. Ég veit ekki hvernig síðasta markið fór inn, en dómarinn dæmdi hann inni. Við tökum sigrinum fagnandi og förum að einbeita okkar leiknum á sunnudaginn. Þetta var ótrúlegt."

Ísland var 2-1 undir í hálfleik, en náði að snúa við taflinu í síðari hálfleik og vinna ótrúlegan sigur. Alfreð segir að liðið hafi þurft að breyta um leikskipulag.

„Það voru hlutskipti úr þessum leik og við þurfum að bæta það hvernig við stjórnum svona leik. Það var hins vegar frábært að ná að klára þetta og við vitum að það er erfitt að verjast svona á teignum og á endanum dettur hann fyrir andstæðinginn."

„Við vitum það enda vorum við framherjarnir að öskra á vængmennina að koma boltanum fyrir markið, ekki vera í krúsídúllum úti á væng og þar gerðust hlutirnir."

„Í fyrri hálfleik vorum við að finna fínar stöður, en í síðari hálfleik vorum við að hanga of lengi á boltanum. Þá þurfum við að gera aðra hluti og að skora í lokin var mjög sætt," sagði Alfreð að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×