Ragnar: Tek markið 100% á mig Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2016 21:27 Ragnar í baráttunni í kvöld. vísir/anton Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. „Nei, ég sá það ekki, en það var dæmt mark og ég tek þetta mark 100% á mig," sagði Ragnar í samtali við Vísi í leikslok, en markið umtalaða má sjá hér. „Það er búið að dæma þetta og það er ekki hægt að breyta þessu, en það er auðvitað alltaf skemmtilegra ef allt er "fair and square". Við tökum þessi þrjú stig og erum skítsama um hitt." „Þegar við höfum þurft mark þá trúum við á það. Þegar við höfum trú á því þá dettur það inn," en fór engin ónotatilfinning um Ragnar þegar hann sá að boltinn var ekki á leiðinni inn? „Maður byrjaði að hugsa það á tímabili, en maður er búinn að vera í þessu frekar lengi núna og maður veit að það þarf svo lítið til þess að boltinn fari inn." „Það besta sem við getum gert er að klára leikina eins og við erum vanir að gera." „Ég er sérstaklega ósáttur með síðara markið. Það er erfitt að eiga við fyrirgjafir og stundum er maður frír í teignum, en í síðari markinu erum við bara ekki nægilega grimmir." Ragnar segir að yfirleitt sé hann mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk, en hann líti framhjá því í ljósi sigursins í kvöld. „Það er mjög pirrandi. Vanalega væri ég ógeðslega pirraður að hafa fengið á mig tvö mörk, en þetta var svo ógeðslega sætur sigur að mér er bara alveg sama." „Þegar þetta spilast ekki eins og við viljum þá verðum við að vinna leikina svona. Mér finnst frábært að við getum unnið leiki á svona marga vegu. Það sýnir bara hversu góðan hóp og frábært lið við erum með," sagði Ragnar virkilega sáttur í leikslok. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var himinlifandi með 3-2 sigurinn gegn Finnum í kvöld og segir að sigurmarkið hafi 100% verið hans. „Nei, ég sá það ekki, en það var dæmt mark og ég tek þetta mark 100% á mig," sagði Ragnar í samtali við Vísi í leikslok, en markið umtalaða má sjá hér. „Það er búið að dæma þetta og það er ekki hægt að breyta þessu, en það er auðvitað alltaf skemmtilegra ef allt er "fair and square". Við tökum þessi þrjú stig og erum skítsama um hitt." „Þegar við höfum þurft mark þá trúum við á það. Þegar við höfum trú á því þá dettur það inn," en fór engin ónotatilfinning um Ragnar þegar hann sá að boltinn var ekki á leiðinni inn? „Maður byrjaði að hugsa það á tímabili, en maður er búinn að vera í þessu frekar lengi núna og maður veit að það þarf svo lítið til þess að boltinn fari inn." „Það besta sem við getum gert er að klára leikina eins og við erum vanir að gera." „Ég er sérstaklega ósáttur með síðara markið. Það er erfitt að eiga við fyrirgjafir og stundum er maður frír í teignum, en í síðari markinu erum við bara ekki nægilega grimmir." Ragnar segir að yfirleitt sé hann mjög ósáttur með að fá á sig tvö mörk, en hann líti framhjá því í ljósi sigursins í kvöld. „Það er mjög pirrandi. Vanalega væri ég ógeðslega pirraður að hafa fengið á mig tvö mörk, en þetta var svo ógeðslega sætur sigur að mér er bara alveg sama." „Þegar þetta spilast ekki eins og við viljum þá verðum við að vinna leikina svona. Mér finnst frábært að við getum unnið leiki á svona marga vegu. Það sýnir bara hversu góðan hóp og frábært lið við erum með," sagði Ragnar virkilega sáttur í leikslok.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. 6. október 2016 20:54
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09