Flokkur Pútíns getur nú breytt stjórnarskrá Rússlands að vild Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. september 2016 07:30 Vladimír Pútín forseti óskar Dmitrí Medvedev forsætisráðherra til hamingju með stóra sigurinn. vísir/epa Næsta kjörtímabil verða meira en þrír af hverjum fjórum þingmönnum rússnesku dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, þingmenn Sameinaðs Rússlands, stjórnarflokks þeirra Dmitrís Medvedev forsætisráðherra og Vladimírs Pútín forseta. Þetta þýðir að flokkurinn getur í reynd breytt stjórnarskrá landsins að vild án þess að þurfa stuðning frá neinum öðrum flokkum. „Þetta var góður árangur,“ sagði Pútín þegar hann heimsótti kosningamiðstöð flokksins á sunnudagskvöld. „Fólk hefur greitt Sameinuðu Rússlandi atkvæði sitt, jafnvel þótt ástandið sé ekki gott.“ Hann sagðist telja að vegna þess að ástandið er ekki sem best þá vilji fólk fá stöðugleika: „Ég held að þannig líði fólkinu og það vill þennan stöðugleika. Í svona flókinni stöðu vill það hafa öryggi í landinu, í stjórnmálunum og á þingi.“ Kosningaþátttakan hefur hins vegar aldrei verið minni, ekki nema 47 prósent. Í reynd var það ekki nema fjórðungur kosningabærra manna sem tryggði flokknum þennan yfirgnæfandi meirihluta. Þessi lélega kosningaþátttaka virðist benda til lítils áhuga almennings á kosningunum. Hún gæti einnig bent til þess að stuðningur almennings við Pútín sé kannski ekki jafn afgerandi og talið hefur verið. Áhugaleysið gæti einnig stafað af því að aðrir valkostir hafi ekki þótt líklegir til að ná miklu fram. Flokkur hans hlaut 54 prósent atkvæða í þingkosningunum á sunnudag og 343 af 450 þingmönnum. Í síðustu kosningum, sem haldnar voru árið 2011, hlaut flokkurinn 49 prósent og 238 þingsæti, þannig að hann hefur nú bætt við sig 105 þingsætum. Þrír aðrir flokkar náðu mönnum á þing. Kommúnistaflokkurinn fékk 13 prósent, þjóðernisflokkur Vladimírs Zhirinovskí hlaut einnig 13 prósent og Réttlátt Rússland fékk sex prósent. Allir þessir flokkar hafa stutt stjórn Medvedevs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flokkur Pútíns vann stórsigur: Kosningaþátttaka hefur aldrei verið minni Þegar búið var að telja 93 prósent atkvæða hafði Sameinað Rússlands, tryggt sér 54,2 prósent atkvæða og 343 af 450 þingsætum í Dúmunni. 19. september 2016 11:41 Stefnir í öruggan sigur hjá flokki Putin Flokkurinn Sameinað Rússland er með örugga forystu samkvæmt nýjustu tölum en tapar þó fylgi samanborið við seinustu kosningar. 18. september 2016 20:48 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Næsta kjörtímabil verða meira en þrír af hverjum fjórum þingmönnum rússnesku dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, þingmenn Sameinaðs Rússlands, stjórnarflokks þeirra Dmitrís Medvedev forsætisráðherra og Vladimírs Pútín forseta. Þetta þýðir að flokkurinn getur í reynd breytt stjórnarskrá landsins að vild án þess að þurfa stuðning frá neinum öðrum flokkum. „Þetta var góður árangur,“ sagði Pútín þegar hann heimsótti kosningamiðstöð flokksins á sunnudagskvöld. „Fólk hefur greitt Sameinuðu Rússlandi atkvæði sitt, jafnvel þótt ástandið sé ekki gott.“ Hann sagðist telja að vegna þess að ástandið er ekki sem best þá vilji fólk fá stöðugleika: „Ég held að þannig líði fólkinu og það vill þennan stöðugleika. Í svona flókinni stöðu vill það hafa öryggi í landinu, í stjórnmálunum og á þingi.“ Kosningaþátttakan hefur hins vegar aldrei verið minni, ekki nema 47 prósent. Í reynd var það ekki nema fjórðungur kosningabærra manna sem tryggði flokknum þennan yfirgnæfandi meirihluta. Þessi lélega kosningaþátttaka virðist benda til lítils áhuga almennings á kosningunum. Hún gæti einnig bent til þess að stuðningur almennings við Pútín sé kannski ekki jafn afgerandi og talið hefur verið. Áhugaleysið gæti einnig stafað af því að aðrir valkostir hafi ekki þótt líklegir til að ná miklu fram. Flokkur hans hlaut 54 prósent atkvæða í þingkosningunum á sunnudag og 343 af 450 þingmönnum. Í síðustu kosningum, sem haldnar voru árið 2011, hlaut flokkurinn 49 prósent og 238 þingsæti, þannig að hann hefur nú bætt við sig 105 þingsætum. Þrír aðrir flokkar náðu mönnum á þing. Kommúnistaflokkurinn fékk 13 prósent, þjóðernisflokkur Vladimírs Zhirinovskí hlaut einnig 13 prósent og Réttlátt Rússland fékk sex prósent. Allir þessir flokkar hafa stutt stjórn Medvedevs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flokkur Pútíns vann stórsigur: Kosningaþátttaka hefur aldrei verið minni Þegar búið var að telja 93 prósent atkvæða hafði Sameinað Rússlands, tryggt sér 54,2 prósent atkvæða og 343 af 450 þingsætum í Dúmunni. 19. september 2016 11:41 Stefnir í öruggan sigur hjá flokki Putin Flokkurinn Sameinað Rússland er með örugga forystu samkvæmt nýjustu tölum en tapar þó fylgi samanborið við seinustu kosningar. 18. september 2016 20:48 Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Flokkur Pútíns vann stórsigur: Kosningaþátttaka hefur aldrei verið minni Þegar búið var að telja 93 prósent atkvæða hafði Sameinað Rússlands, tryggt sér 54,2 prósent atkvæða og 343 af 450 þingsætum í Dúmunni. 19. september 2016 11:41
Stefnir í öruggan sigur hjá flokki Putin Flokkurinn Sameinað Rússland er með örugga forystu samkvæmt nýjustu tölum en tapar þó fylgi samanborið við seinustu kosningar. 18. september 2016 20:48
Skipulagði innlimun Krímskaga löngu fyrir atkvæðagreiðslu Krímskagi varð formlega hluti af Rússlandi þann 18. mars á síðasta ári. 9. mars 2015 19:14