Enski boltinn

Kevin De Bruyne meiddist í leiknum gegn Swansea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin De Bruyne var samt sem áður flottur í gær.
Kevin De Bruyne var samt sem áður flottur í gær.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti í viðtali við fölmiðla eftir sigurinn gegn Swansea í dag að Kevin De Bruyne, leikmaður liðsins, myndi fara til sérfræðings strax á morgun og að hann væri líklegast meiddur eftir að hafa haltrað af velli í dag.

City vann Swansea 3-1 og hefur liðið núna unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum. De Bruyne fór meiddur af velli þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

„Ég er nokkuð viss um að hann sé meiddur, og þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að við erum með stóran hóp,“ sagði Guardiola í samtali við BBC eftir leikinn.

„Hann fer strax til sérfræðings á morgun og við þurfum bara að sjá til. En eins og hann brást við og var eftir atvikið, þá er ég nokkuð viss um að hann sé meiddur.“

De Bruyne hefur skorað tvö mörk og lagt upp fjögur mörk á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×