Enski boltinn

Varnarmaður Manchester City missti tönn í nágrannaslagnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kolorov horfir hér furða á dómarann eftir brot.
Kolorov horfir hér furða á dómarann eftir brot. Vísir/Getty
Aleksandar Kolorov, vinstri bakvörður Manchester City, átti fyrirtaks leik í 2-1 sigri City-manna á erkifjendunum í Manchester United í dag en hann kippti sér ekkert upp við að missa tönn á meðan leiknum stóð.

Kolorov lék allan leikinn í vinstri bakverði og stóð vakt sína vel en eina mark Manchester United kom eftir misskilning Stones og Claudio Bravo í marki gestanna.

Willy Caballero, varamarkvörður Manchester City, birti skemmtilega mynd á Instagram sem má sjá hér fyrir neðan úr búningsklefanum eftir leik.

Kom þar fram að Kolorov hefði misst tönn á meðan leiknum stóð en gafst ekki upp og kláraði leikinn.

Var þetta fjórði sigur Manchester City í röð og jafnframt fyrsta tap Manchester United undir stjórn Jose Mourinho en umfjöllun um leikinn má lesa hér.


Tengdar fréttir

Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum

Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram.

Rooney og Guardiola tókust á | Myndir

Skemmtilegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik leiks Manchester United og Manchester City í dag þegar Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, tókust á í stuttan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×