Enski boltinn

Rooney og Guardiola tókust á | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hvorugur vildi gefa eftir.
Hvorugur vildi gefa eftir. Vísir/getty
Skemmtilegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik leiks Manchester United og Manchester City í dag þegar Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, tókust á í stuttan tíma.

Þeir rauðklæddu lentu undir snemma leiks og var Rooney ákveðinn í að taka snöggt innkast en sá spænski var ekki á þeim nótunum.

Vildi hann ekki gefa upp boltann alveg strax á meðan varnarmenn City færðu sig aftar á völlinn og keypti hann nokkrar sekúndur fyrir þá að stilla upp með þessu.

Það varð hinsvegar ekkert alvarlegt úr þessu og tókust menn í hendur stuttu síðar þegar leikurinn hófst á ný.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í beinni textalýsingu hér.


Tengdar fréttir

Fyrsta tap Mourinho kom í nágrannslagnum

Fyrsta tap Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri Manchester United kom í nágrannaslagnum gegn Manchester City en á sama tíma heldur fullkomin byrjun Pep Guardiola sem knattspyrnustjóri Manchester City áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×