Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 23:48 Lögregluyfirvöld í smábæ í Ohio-ríki í Bandaríkjunum dreifði á föstudaginn mynd af pari sem hafði tekið of stóran skammt af heróíni. Parið er í bíl og í aftursætinu er fjögurra ára barn sem horfir spurnaraugum á þann sem tekur myndina. Birting myndarinnar hefur vakið hörð viðbrögð og sýnist sitt hverjum. Myndbirtinguna má rekja til umfangsmikils fíkniefnavanda sem er fyrir hendi í ríkinu. Yfir þrjú þúsund manns létu lífið af völdum of stórs skammts á síðasta ári og vildu yfirvöld í ríkinu senda skilaboð til að upplýsa hve stórt vandamálið er.Myndin var tekin á miðvikudag en ökumaðurinn var nálægt því að aka á skólabíl sem var kyrrstæður. Með aðstoð lyfsins Narcan komst parið aftur til meðvitundar og hafa þau bæði verið kærð fyrir brot sín. Barninu hefur verið komið til barnaverndaryfirvalda.Engin úrræði„Þetta er raunveruleikinn,“ segir John Lane, lögreglustjóri í bænum East Liverpool í viðtali við Guardian. „Vandamálið mætir okkur á hverjum degi. Við þurfum aðstoð og við höfum engin úrræði.“Lane sagði að ákveðið hefði verið að birta myndirnar á Facebook-síðu East Liverpool eftir langar viðræður við lögregluyfirvöld, saksóknara og bæjarstjóra. Myndinni fylgdu nöfn karlsins og konunnar auk upplýsinga hvað gerst hafði.„Við erum meðvituð um að einhverjir eru ósáttir við birtingu myndanna og okkur þykir það leitt. En það er kominn tími á að sá hluti almennings sem neytir ekki fíkniefna fái að vita um þessi vandamál sem við erum að sinna á hverjum degi.“Um það bil sextán af hverri milljón íbúum heimsins láta lífið vegna of stórs heróínsskammts.Eru að drukknaUm ellefu þúsund manns búa í bænum sem er á ríkismörkum Ohio, Pennsylvaníu og Vestur-Virginíu. Notkun deyfilyfja er mjög útbreidd á svæðinu og þá sjá sérstaklega hjá hvítu fólki. Lane segir að myndin hafi verið birt til að sýna afleiðingar heróínfíknar og þá staðreynd að ekki séu nógu margir lögreglumenn eða meðferðarheimili til að taka á vandamálinu. „Við erum að drukkna. Við þurfum á mikilli aðstoð að halda.“Marvin Seppala, sérfræðingur á meðferðarheimili í ríkinu, segir að birting mynda á borð við þessar geti hjálpað til í einstökum tilfellum. Til dæmis fyrir einstakling að sýna einhverjum nákomnum sem glímir við fíkn. Hins vegar væri það ekki til bóta að draga umrætt par og fjögurra ára barn í svaðið. Fíklar neyti lyfja þegar þeim líði illa og að sjá myndir á borð við þessa láti þeim einfaldlega líða enn verr.„Þrátt fyrir allt þá beinir þetta kastljósinu að vandamálinu í auknum mæli, þannig að það verður í raun erfiðara fyrir mig að tala gegn birtingu myndarinnar því meira sem ég ræði hana,“ segir Seppala.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.VísirBrýtur ekki reglur Facebook Birting myndarinnar á Facebook kemur í beinu framhaldi af umdeildri ákvörðun Facebook að banna eina frægustu mynd sem tekin var í Víetnam-stríðinu. Ákvörðun Facebook leiddi til mótmæla Aftenposten í Noregi og varð til þess að Facebook dró ákvörðun sína til baka. Talsmaður Facebook segir hins vegar að birting myndarinnar af parinu og barninu brjóti ekki reglur samfélagsmiðilsins.Fjölmargir hafa gagnrýnt ákvörðunina að birta myndina af barninu. Lögreglustjórinn Lane sagði að barnið væri nauðsynlegt til að áhrifin yrðu sem mest á fólk. „Þetta er vandamálið, hann er bjargarlaus,“ segir Lane. Líkt og lögreglan.„Þetta hættir aldrei. Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum.“ Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Lögregluyfirvöld í smábæ í Ohio-ríki í Bandaríkjunum dreifði á föstudaginn mynd af pari sem hafði tekið of stóran skammt af heróíni. Parið er í bíl og í aftursætinu er fjögurra ára barn sem horfir spurnaraugum á þann sem tekur myndina. Birting myndarinnar hefur vakið hörð viðbrögð og sýnist sitt hverjum. Myndbirtinguna má rekja til umfangsmikils fíkniefnavanda sem er fyrir hendi í ríkinu. Yfir þrjú þúsund manns létu lífið af völdum of stórs skammts á síðasta ári og vildu yfirvöld í ríkinu senda skilaboð til að upplýsa hve stórt vandamálið er.Myndin var tekin á miðvikudag en ökumaðurinn var nálægt því að aka á skólabíl sem var kyrrstæður. Með aðstoð lyfsins Narcan komst parið aftur til meðvitundar og hafa þau bæði verið kærð fyrir brot sín. Barninu hefur verið komið til barnaverndaryfirvalda.Engin úrræði„Þetta er raunveruleikinn,“ segir John Lane, lögreglustjóri í bænum East Liverpool í viðtali við Guardian. „Vandamálið mætir okkur á hverjum degi. Við þurfum aðstoð og við höfum engin úrræði.“Lane sagði að ákveðið hefði verið að birta myndirnar á Facebook-síðu East Liverpool eftir langar viðræður við lögregluyfirvöld, saksóknara og bæjarstjóra. Myndinni fylgdu nöfn karlsins og konunnar auk upplýsinga hvað gerst hafði.„Við erum meðvituð um að einhverjir eru ósáttir við birtingu myndanna og okkur þykir það leitt. En það er kominn tími á að sá hluti almennings sem neytir ekki fíkniefna fái að vita um þessi vandamál sem við erum að sinna á hverjum degi.“Um það bil sextán af hverri milljón íbúum heimsins láta lífið vegna of stórs heróínsskammts.Eru að drukknaUm ellefu þúsund manns búa í bænum sem er á ríkismörkum Ohio, Pennsylvaníu og Vestur-Virginíu. Notkun deyfilyfja er mjög útbreidd á svæðinu og þá sjá sérstaklega hjá hvítu fólki. Lane segir að myndin hafi verið birt til að sýna afleiðingar heróínfíknar og þá staðreynd að ekki séu nógu margir lögreglumenn eða meðferðarheimili til að taka á vandamálinu. „Við erum að drukkna. Við þurfum á mikilli aðstoð að halda.“Marvin Seppala, sérfræðingur á meðferðarheimili í ríkinu, segir að birting mynda á borð við þessar geti hjálpað til í einstökum tilfellum. Til dæmis fyrir einstakling að sýna einhverjum nákomnum sem glímir við fíkn. Hins vegar væri það ekki til bóta að draga umrætt par og fjögurra ára barn í svaðið. Fíklar neyti lyfja þegar þeim líði illa og að sjá myndir á borð við þessa láti þeim einfaldlega líða enn verr.„Þrátt fyrir allt þá beinir þetta kastljósinu að vandamálinu í auknum mæli, þannig að það verður í raun erfiðara fyrir mig að tala gegn birtingu myndarinnar því meira sem ég ræði hana,“ segir Seppala.Færslan sem Facebook krafðist að yrði fjarlægð.VísirBrýtur ekki reglur Facebook Birting myndarinnar á Facebook kemur í beinu framhaldi af umdeildri ákvörðun Facebook að banna eina frægustu mynd sem tekin var í Víetnam-stríðinu. Ákvörðun Facebook leiddi til mótmæla Aftenposten í Noregi og varð til þess að Facebook dró ákvörðun sína til baka. Talsmaður Facebook segir hins vegar að birting myndarinnar af parinu og barninu brjóti ekki reglur samfélagsmiðilsins.Fjölmargir hafa gagnrýnt ákvörðunina að birta myndina af barninu. Lögreglustjórinn Lane sagði að barnið væri nauðsynlegt til að áhrifin yrðu sem mest á fólk. „Þetta er vandamálið, hann er bjargarlaus,“ segir Lane. Líkt og lögreglan.„Þetta hættir aldrei. Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum.“
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira