Tortryggnir á vopnahléið Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. september 2016 07:00 Sýrlenskir slökkviliðsmenn slökkva elda sem kviknuðu í loftárásum á Douma. Loftárásir stjórnarhersins á svæði uppreisnarmanna kostuðu meira en hundrað manns lífið um helgina. vísir/epa Við sólarlag í gær átti að hefjast vopnahlé í Sýrlandi. Óttast var að það rynni fljótlega út í sandinn, eins og fyrri tilraunir. Einhverjar vonir eru samt bundnar við að þetta vopnahlé geti orðið upphafið að endalokum hinnar langvinnu borgarastyrjaldar í landinu. Rússar og Bandaríkjamenn gerðu í síðustu viku með sér samkomulag, sem stjórn Bashars al Assad forseta og helstu fylkingar uppreisnarmanna tóku síðan undir. Uppreisnarhóparnir hafa þó sumir hverjir verið afar hikandi og segjast óttast að Assad forseti muni nota tækifærið til að ráðast gegn þeim. Samningurinn felur í sér að stjórnarherinn hætti árásum sínum á tiltekin svæði uppreisnarmanna og sumir hópar uppreisnarmanna láti sömuleiðis vera að herja á stjórnarherinn. Rússar áttu að sjá til þess að stjórnarher Assads stæði við sitt, en Bandaríkjamenn áttu að sannfæra þá uppreisnarhópa, sem notið hafa stuðnings þeirra, um að hafa hemil á sér. Á móti ætla Rússar og Bandaríkjamenn að taka höndum saman um hernað gegn Íslamska ríkinu og öðrum öfgasamtökum íslamista, sem ekki þykja líkleg til að fallast á friðsamlegar lausnir á átökunum. Hjálparstofnanir segja síðan öllu skipta að geta komið hjálpargögnum til íbúanna. Það hefur gengið afar erfiðlega um langa hríð. Verst er ástandið í austurhluta Aleppo-borgar, sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi en stjórnarher Assads situr um og gerir linnulítið loftárásir á. Stjórnarher Assads gerði harðar loftárásir á nokkur svæði uppreisnarmanna alveg fram á síðustu stundu. Meira en hundrað manns létu lífið í þeim árásum. Rússneski herinn gerði einnig loftárásir á uppreisnarmenn um helgina. Assad forseti sagðist enn vera staðráðinn í að ná öllu landinu á sitt vald á ný. Allt þetta hefur ýtt undir tortryggni uppreisnarmanna. Þá bendir fátt til þess að tyrkneski herinn ætli að hætta árásum á hersveitir Kúrda í Sýrlandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fimm ár, kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið helming þjóðarinnar burt af heimilum sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34 Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Við sólarlag í gær átti að hefjast vopnahlé í Sýrlandi. Óttast var að það rynni fljótlega út í sandinn, eins og fyrri tilraunir. Einhverjar vonir eru samt bundnar við að þetta vopnahlé geti orðið upphafið að endalokum hinnar langvinnu borgarastyrjaldar í landinu. Rússar og Bandaríkjamenn gerðu í síðustu viku með sér samkomulag, sem stjórn Bashars al Assad forseta og helstu fylkingar uppreisnarmanna tóku síðan undir. Uppreisnarhóparnir hafa þó sumir hverjir verið afar hikandi og segjast óttast að Assad forseti muni nota tækifærið til að ráðast gegn þeim. Samningurinn felur í sér að stjórnarherinn hætti árásum sínum á tiltekin svæði uppreisnarmanna og sumir hópar uppreisnarmanna láti sömuleiðis vera að herja á stjórnarherinn. Rússar áttu að sjá til þess að stjórnarher Assads stæði við sitt, en Bandaríkjamenn áttu að sannfæra þá uppreisnarhópa, sem notið hafa stuðnings þeirra, um að hafa hemil á sér. Á móti ætla Rússar og Bandaríkjamenn að taka höndum saman um hernað gegn Íslamska ríkinu og öðrum öfgasamtökum íslamista, sem ekki þykja líkleg til að fallast á friðsamlegar lausnir á átökunum. Hjálparstofnanir segja síðan öllu skipta að geta komið hjálpargögnum til íbúanna. Það hefur gengið afar erfiðlega um langa hríð. Verst er ástandið í austurhluta Aleppo-borgar, sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi en stjórnarher Assads situr um og gerir linnulítið loftárásir á. Stjórnarher Assads gerði harðar loftárásir á nokkur svæði uppreisnarmanna alveg fram á síðustu stundu. Meira en hundrað manns létu lífið í þeim árásum. Rússneski herinn gerði einnig loftárásir á uppreisnarmenn um helgina. Assad forseti sagðist enn vera staðráðinn í að ná öllu landinu á sitt vald á ný. Allt þetta hefur ýtt undir tortryggni uppreisnarmanna. Þá bendir fátt til þess að tyrkneski herinn ætli að hætta árásum á hersveitir Kúrda í Sýrlandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fimm ár, kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið helming þjóðarinnar burt af heimilum sínum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18 ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34 Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34 Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Sýrlandsstjórn reynir að lokka ferðamenn til landsins Borgarastyrjöld hefur staðið í Sýrlandi frá árinu 2011 sem hefur skiljanlega haft ómæld áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. 4. september 2016 16:18
ISIS einangrað í Sýrlandi og Írak Tyrkir hafa hernumið öll landamæri Sýrlands og Tyrklands af Íslamska ríkinu. 6. september 2016 23:34
Segir Tyrki og Bandaríkin íhuga árás á Raqqa Recep Tayyip Erdogan segir Obama hafa stungið upp á þeim möguleika á fundi forsetanna í morgun. 7. september 2016 22:34
Talið að klórgasi hafi verið varpað á Aleppo Tugir manna áttu í erfiðleikum með öndun eftir að tunnusprengjum var varpað á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. 6. september 2016 17:33