Facebook þakkar Solberg fyrir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 22:04 Bréfið til Solberg var birt opinberlega í dag þar sem Facebook segist ætla að gera betur. vísir/afp Stjórnendur Facebook hafa þakkað Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrir birtingu á sögulegri ljósmynd frá Víetnamsstríðinu. Fyrirtækið fjarlægði myndina á dögunum og leiddi sú ákvörðun til mikillar ólgu í Noregi og víðar. Um er að ræða ljósmynd af nokkrum börnum og hermönnum flýja undan napalm-sprengjuárás á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt barnanna er nakið á myndinni.Sjá einnig:Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs „Ég skrifa þér persónulega til þess að þakka fyrir að hafa vakið athygli á þessu mikilvæga málefni með birtingu ljósmyndar af Phan Thi Kim Phúc – og til þess að láta þig vita hversu alvarlega við tökum þessi mál,“ skrifar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, í bréfinu til forsætisráðherrans. Bréfið var birt opinberlega á TV2 í dag.Segjast ætla að gera betur Ákvörðun Facebook var afar umdeild og vakti athygli víða, sem varð til þess að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. Fyrst um sinn sagði talsmaður Facebook að ekki væri hægt að fara á skjön við reglurnar með því að birta eina mynd af nöktu barni á sama tíma og aðrar myndir væru bannaðar. Eftir mikla ólgu sögðu stjórnendur myndina hafa sögulegt gildi og drógu ákvörðun sína því til baka. Sandberg segir í tölvupóstinum að reglur Facebook séu til þess fallnar að tryggja öryggi netverja. Hins vegar hafi gildi umræddrar ljósmyndar vegið þyngra en reglur kveði á um. Sumar ákvarðanir séu erfiðari en aðrar en að framvegis muni fyrirtækið reyna að gera betur. Erna Solberg hafði óskað eftir að fá að hitta Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, þegar hún fer á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Sandberg segir Mark ekki geta orðið við þeirri beiðni, þar sem hann verði ekki staddur í borginni á þeim tíma. Hins vegar geti stjórnendur Facebook fundað með henni, eða starfsfólki hennar, í Noregi á föstudag. Tengdar fréttir Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11 Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48 Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Stjórnendur Facebook hafa þakkað Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, fyrir birtingu á sögulegri ljósmynd frá Víetnamsstríðinu. Fyrirtækið fjarlægði myndina á dögunum og leiddi sú ákvörðun til mikillar ólgu í Noregi og víðar. Um er að ræða ljósmynd af nokkrum börnum og hermönnum flýja undan napalm-sprengjuárás á sjöunda áratug síðustu aldar. Eitt barnanna er nakið á myndinni.Sjá einnig:Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs „Ég skrifa þér persónulega til þess að þakka fyrir að hafa vakið athygli á þessu mikilvæga málefni með birtingu ljósmyndar af Phan Thi Kim Phúc – og til þess að láta þig vita hversu alvarlega við tökum þessi mál,“ skrifar Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri hjá Facebook, í bréfinu til forsætisráðherrans. Bréfið var birt opinberlega á TV2 í dag.Segjast ætla að gera betur Ákvörðun Facebook var afar umdeild og vakti athygli víða, sem varð til þess að fyrirtækið dró ákvörðun sína til baka. Fyrst um sinn sagði talsmaður Facebook að ekki væri hægt að fara á skjön við reglurnar með því að birta eina mynd af nöktu barni á sama tíma og aðrar myndir væru bannaðar. Eftir mikla ólgu sögðu stjórnendur myndina hafa sögulegt gildi og drógu ákvörðun sína því til baka. Sandberg segir í tölvupóstinum að reglur Facebook séu til þess fallnar að tryggja öryggi netverja. Hins vegar hafi gildi umræddrar ljósmyndar vegið þyngra en reglur kveði á um. Sumar ákvarðanir séu erfiðari en aðrar en að framvegis muni fyrirtækið reyna að gera betur. Erna Solberg hafði óskað eftir að fá að hitta Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, þegar hún fer á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Sandberg segir Mark ekki geta orðið við þeirri beiðni, þar sem hann verði ekki staddur í borginni á þeim tíma. Hins vegar geti stjórnendur Facebook fundað með henni, eða starfsfólki hennar, í Noregi á föstudag.
Tengdar fréttir Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11 Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48 Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Erna Solberg setti inn mynd á Facebook sem Facebook þótti ekki vera við hæfi. 9. september 2016 14:11
Réttlæta birtingu mynda af heróínfíklum og fjögurra ára barni "Þú verður pirraður af því þú ert alltaf að glíma við sama fólkið, sama vandamálið og þau eiga öll börn og hafa engar áhyggjur af börnunum sínum,“ segir lögreglustjórinn í East Liverpool. 11. september 2016 23:48
Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila