Facebook ritskoðaði forsætisráðherra Noregs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2016 14:11 Erna Solberg setti inn færslu á Facebook sem var eytt út af Facebook. Mynd/Samsett Norðmenn eru ekki par sáttir við samfélagsmiðilinn Facebook vegna ritskoðunartilburða fyrirtækisins risastóra á einni frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, deildi myndinni í kjölfar mikillar umræðu í Noregi en færslu hennar var snarlega eytt af Facebook fyrir vikið. Myndin sem um ræðir er af hinni i níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Mikil umræða hefur skapast um myndina eftir að ritstjóri Aftenposten skrifaði Mark Zuckerberg harðort opið bréf þar sem hann gagnrýndi fyrirtækið harkalega fyrir að koma í veg fyrir birtingu á myndinni. Erna Solberg vildi eðli málsins samkvæmt leggja orð í belg til stuðnings ritstjóranum og setti inn örlitla færslu honum til stuðnings inn á Facebook þar sem með fylgdi myndin umrædda.Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmyndaSkellti Solberg sér svo upp í flugvél frá Osló til Þrándheims en þegar hún var lent sá hún að Facebook hafði eytt færslunni og vísað til reglna um að ekki mætti birta myndir af nöktum stúlkum á samfélagsmiðlinum. Segir Solbert að þrátt fyrir að Facebook meini vel sé þó mikilvægt að koma í veg fyrir slíka ritskoðun á sögunni. „Ég vil að börnin mín alist upp í heimi þar sem sagan er kennd eins og hún gerðist. Þar sem menn læra af sögulegum viðburðum og mistökum,“ segir Solberg í annarri færslu. „Með því að fjarlægja svona myndir er Facebook að ritskoða söguna.“ Opið bréf ritstjóra Aftenposten hefur vakið mikla athygli og er fjallað um það á öllum helstu miðlum, þar á meðal BBC og CNN. Tengdar fréttir Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Norðmenn eru ekki par sáttir við samfélagsmiðilinn Facebook vegna ritskoðunartilburða fyrirtækisins risastóra á einni frægustu stríðsljósmynd allra tíma. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, deildi myndinni í kjölfar mikillar umræðu í Noregi en færslu hennar var snarlega eytt af Facebook fyrir vikið. Myndin sem um ræðir er af hinni i níu ára gömlu víetnömsku stúlku Kim Phuc, flýjandi nakin undan napalm-sprengjuárás í Víetnam-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Mikil umræða hefur skapast um myndina eftir að ritstjóri Aftenposten skrifaði Mark Zuckerberg harðort opið bréf þar sem hann gagnrýndi fyrirtækið harkalega fyrir að koma í veg fyrir birtingu á myndinni. Erna Solberg vildi eðli málsins samkvæmt leggja orð í belg til stuðnings ritstjóranum og setti inn örlitla færslu honum til stuðnings inn á Facebook þar sem með fylgdi myndin umrædda.Sjá einnig: Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmyndaSkellti Solberg sér svo upp í flugvél frá Osló til Þrándheims en þegar hún var lent sá hún að Facebook hafði eytt færslunni og vísað til reglna um að ekki mætti birta myndir af nöktum stúlkum á samfélagsmiðlinum. Segir Solbert að þrátt fyrir að Facebook meini vel sé þó mikilvægt að koma í veg fyrir slíka ritskoðun á sögunni. „Ég vil að börnin mín alist upp í heimi þar sem sagan er kennd eins og hún gerðist. Þar sem menn læra af sögulegum viðburðum og mistökum,“ segir Solberg í annarri færslu. „Með því að fjarlægja svona myndir er Facebook að ritskoða söguna.“ Opið bréf ritstjóra Aftenposten hefur vakið mikla athygli og er fjallað um það á öllum helstu miðlum, þar á meðal BBC og CNN.
Tengdar fréttir Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ritstjóri Aftenposten segir Facebook ekki geta greint á milli barnakláms og frægra stríðsljósmynda Forsíða blaðsins er undirlögð gagnrýni vegna ákvörðunar Facebook um að ritskoða fræga mynd af fórnarlambi Víetnamstríðsins. 9. september 2016 11:45