Sprenging í ruslagámi í New Jersey Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2016 11:00 Frá vettvangi sprengingarinnar í New York. Vísir/AFP Sprengja sprakk í ruslagámi í New Jersey í morgun. Sprengjusveit var að reyna að gera eina af fimm sprengjum sem fundust í bakpoka í gámnum óvirka þegar hún sprakk. Tveir menn sem fundu sprengjurnar segja víra og rör hafa staðið út úr bakpokanum. Sprengjurnar fundust í borginni Elizabeth í New Jersey. Sprengja sprakk einnig í New York í gær og var önnur gerð óvirk. 29 særðust í sprengingunni. Auk þess sprakk önnur rörasprengja í Elizabeth um helgina. Yfirvöld rannsaka nú hvort sprengingarnar og sprengjurnar tengist. Fimm manns hafa verið handtekin í New York og eru nú í yfirheyrslu.Engan sakaði í nýjustu sprengingunni í Elizabeth en neðanjarðarlestakerfi New Jersey var stöðvað um tíma. Sprengjan í New York var gerð úr svokölluðum hraðsuðupotti, sem notaður er til matargerðar. Önnur sprengja, sem ekki hafði sprungið, fannst í nágrenninu og var hún sömu gerðar. Í pottana er sett sprengjuefni og þeir síðan fylltir með nöglum og járnflísum og eru sprengjurnar svipaðrar gerðar og notaðar voru í árásinni á Boston-maraþonið árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig né hvort atvikin tengjast.Á laugardaginn gekk ungur maður berserksgang í verslunarmiðstöð í Minnesota og stakk níu manns. Hann var skotinn til bana af lögregluþjóni á frívakt og ekkert fórnarlamba hans lét lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja hinn 22 ára gamla Dahir Adan vera hermann ISIS. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir þó að verið sé að rannsaka árásina sem „mögulegt hryðjuverk“. Árásarmaðurinn var klæddur í öryggisvarðabúning og er sagður hafa starfað við öryggisgæslu í hlutastarfi. Hann spurði minnst eitt af fórnarlömbum sínum hvort að hann væri múslimi. FJölskylda Adan segir að hann hafi verið að hefja þriðja ár sitt í háskóla og þau hafi ekki grunað að hann væri viðloðinn hryðjuverkastarfsemi. Skólasystkyn hans sem Minnesota Star Tribune ræddi við segja hann hafa haft meiri áhuga á íþróttum en trúarmálum og að hann hafi verið góður nemandi. Múslimar í borginni St. Cloud, þar sem árásin var gerð, óttast að samfélagið muni snúast gegn þeim vegna árásarinnar. Tengdar fréttir Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00 Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39 29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Sprengja sprakk í ruslagámi í New Jersey í morgun. Sprengjusveit var að reyna að gera eina af fimm sprengjum sem fundust í bakpoka í gámnum óvirka þegar hún sprakk. Tveir menn sem fundu sprengjurnar segja víra og rör hafa staðið út úr bakpokanum. Sprengjurnar fundust í borginni Elizabeth í New Jersey. Sprengja sprakk einnig í New York í gær og var önnur gerð óvirk. 29 særðust í sprengingunni. Auk þess sprakk önnur rörasprengja í Elizabeth um helgina. Yfirvöld rannsaka nú hvort sprengingarnar og sprengjurnar tengist. Fimm manns hafa verið handtekin í New York og eru nú í yfirheyrslu.Engan sakaði í nýjustu sprengingunni í Elizabeth en neðanjarðarlestakerfi New Jersey var stöðvað um tíma. Sprengjan í New York var gerð úr svokölluðum hraðsuðupotti, sem notaður er til matargerðar. Önnur sprengja, sem ekki hafði sprungið, fannst í nágrenninu og var hún sömu gerðar. Í pottana er sett sprengjuefni og þeir síðan fylltir með nöglum og járnflísum og eru sprengjurnar svipaðrar gerðar og notaðar voru í árásinni á Boston-maraþonið árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig né hvort atvikin tengjast.Á laugardaginn gekk ungur maður berserksgang í verslunarmiðstöð í Minnesota og stakk níu manns. Hann var skotinn til bana af lögregluþjóni á frívakt og ekkert fórnarlamba hans lét lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja hinn 22 ára gamla Dahir Adan vera hermann ISIS. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir þó að verið sé að rannsaka árásina sem „mögulegt hryðjuverk“. Árásarmaðurinn var klæddur í öryggisvarðabúning og er sagður hafa starfað við öryggisgæslu í hlutastarfi. Hann spurði minnst eitt af fórnarlömbum sínum hvort að hann væri múslimi. FJölskylda Adan segir að hann hafi verið að hefja þriðja ár sitt í háskóla og þau hafi ekki grunað að hann væri viðloðinn hryðjuverkastarfsemi. Skólasystkyn hans sem Minnesota Star Tribune ræddi við segja hann hafa haft meiri áhuga á íþróttum en trúarmálum og að hann hafi verið góður nemandi. Múslimar í borginni St. Cloud, þar sem árásin var gerð, óttast að samfélagið muni snúast gegn þeim vegna árásarinnar.
Tengdar fréttir Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00 Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39 29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00
Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39
29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03