Sprenging í ruslagámi í New Jersey Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2016 11:00 Frá vettvangi sprengingarinnar í New York. Vísir/AFP Sprengja sprakk í ruslagámi í New Jersey í morgun. Sprengjusveit var að reyna að gera eina af fimm sprengjum sem fundust í bakpoka í gámnum óvirka þegar hún sprakk. Tveir menn sem fundu sprengjurnar segja víra og rör hafa staðið út úr bakpokanum. Sprengjurnar fundust í borginni Elizabeth í New Jersey. Sprengja sprakk einnig í New York í gær og var önnur gerð óvirk. 29 særðust í sprengingunni. Auk þess sprakk önnur rörasprengja í Elizabeth um helgina. Yfirvöld rannsaka nú hvort sprengingarnar og sprengjurnar tengist. Fimm manns hafa verið handtekin í New York og eru nú í yfirheyrslu.Engan sakaði í nýjustu sprengingunni í Elizabeth en neðanjarðarlestakerfi New Jersey var stöðvað um tíma. Sprengjan í New York var gerð úr svokölluðum hraðsuðupotti, sem notaður er til matargerðar. Önnur sprengja, sem ekki hafði sprungið, fannst í nágrenninu og var hún sömu gerðar. Í pottana er sett sprengjuefni og þeir síðan fylltir með nöglum og járnflísum og eru sprengjurnar svipaðrar gerðar og notaðar voru í árásinni á Boston-maraþonið árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig né hvort atvikin tengjast.Á laugardaginn gekk ungur maður berserksgang í verslunarmiðstöð í Minnesota og stakk níu manns. Hann var skotinn til bana af lögregluþjóni á frívakt og ekkert fórnarlamba hans lét lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja hinn 22 ára gamla Dahir Adan vera hermann ISIS. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir þó að verið sé að rannsaka árásina sem „mögulegt hryðjuverk“. Árásarmaðurinn var klæddur í öryggisvarðabúning og er sagður hafa starfað við öryggisgæslu í hlutastarfi. Hann spurði minnst eitt af fórnarlömbum sínum hvort að hann væri múslimi. FJölskylda Adan segir að hann hafi verið að hefja þriðja ár sitt í háskóla og þau hafi ekki grunað að hann væri viðloðinn hryðjuverkastarfsemi. Skólasystkyn hans sem Minnesota Star Tribune ræddi við segja hann hafa haft meiri áhuga á íþróttum en trúarmálum og að hann hafi verið góður nemandi. Múslimar í borginni St. Cloud, þar sem árásin var gerð, óttast að samfélagið muni snúast gegn þeim vegna árásarinnar. Tengdar fréttir Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00 Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39 29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Sprengja sprakk í ruslagámi í New Jersey í morgun. Sprengjusveit var að reyna að gera eina af fimm sprengjum sem fundust í bakpoka í gámnum óvirka þegar hún sprakk. Tveir menn sem fundu sprengjurnar segja víra og rör hafa staðið út úr bakpokanum. Sprengjurnar fundust í borginni Elizabeth í New Jersey. Sprengja sprakk einnig í New York í gær og var önnur gerð óvirk. 29 særðust í sprengingunni. Auk þess sprakk önnur rörasprengja í Elizabeth um helgina. Yfirvöld rannsaka nú hvort sprengingarnar og sprengjurnar tengist. Fimm manns hafa verið handtekin í New York og eru nú í yfirheyrslu.Engan sakaði í nýjustu sprengingunni í Elizabeth en neðanjarðarlestakerfi New Jersey var stöðvað um tíma. Sprengjan í New York var gerð úr svokölluðum hraðsuðupotti, sem notaður er til matargerðar. Önnur sprengja, sem ekki hafði sprungið, fannst í nágrenninu og var hún sömu gerðar. Í pottana er sett sprengjuefni og þeir síðan fylltir með nöglum og járnflísum og eru sprengjurnar svipaðrar gerðar og notaðar voru í árásinni á Boston-maraþonið árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig né hvort atvikin tengjast.Á laugardaginn gekk ungur maður berserksgang í verslunarmiðstöð í Minnesota og stakk níu manns. Hann var skotinn til bana af lögregluþjóni á frívakt og ekkert fórnarlamba hans lét lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja hinn 22 ára gamla Dahir Adan vera hermann ISIS. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir þó að verið sé að rannsaka árásina sem „mögulegt hryðjuverk“. Árásarmaðurinn var klæddur í öryggisvarðabúning og er sagður hafa starfað við öryggisgæslu í hlutastarfi. Hann spurði minnst eitt af fórnarlömbum sínum hvort að hann væri múslimi. FJölskylda Adan segir að hann hafi verið að hefja þriðja ár sitt í háskóla og þau hafi ekki grunað að hann væri viðloðinn hryðjuverkastarfsemi. Skólasystkyn hans sem Minnesota Star Tribune ræddi við segja hann hafa haft meiri áhuga á íþróttum en trúarmálum og að hann hafi verið góður nemandi. Múslimar í borginni St. Cloud, þar sem árásin var gerð, óttast að samfélagið muni snúast gegn þeim vegna árásarinnar.
Tengdar fréttir Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00 Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39 29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Aftur notuð pottasprengja Sprengjan sem fannst í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöld, um þremur tímum eftir að önnur sprengja sprakk í sama hverfi, reyndist vera pottasprengja. 19. september 2016 08:00
Sprengingin var hryðjuverk Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. 18. september 2016 14:39
29 særðir eftir sprengingu í New York Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 18. september 2016 09:03