Erlent

Sprengingin var hryðjuverk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Miklar skemmdir urðu vegna sprengingarinnar.
Miklar skemmdir urðu vegna sprengingarinnar. Vísir/Getty
Yfirvöld í New York segja nú að sprengingin sem varð í fjölmennu hverfi í borginni hafi verið hryðjuverk. Engin tengsl hafi þó fundist við sprenginguna og alþjóðleg hryðjuverkasamtök á borð við ISIS.

Þetta kom fram í máli Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York-ríki fyrir stundu en Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í morgun að sprengingin hafi verið viljaverk en að of snemmt væri að tala um hvort að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Sagði Cuomo að mikið lán sé að enginn hafi látið lífið í sprengingunni og að um þúsund lögreglumönnum hafi verið kallaðir til starfa til þess að gæta helstu umferðaræða.

29 slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar sprengjan sprakk í ruslagámi í Chelsea-hverfi í New York þar sem finna má blómstrandi veitingastaða- og barmenning og því yfirleitt fjölmennt í hverfinu um helgar. Sprengingin átti sér stað um klukkan 21.00 að staðartíma í gær eða skömmu eftir miðnætti á íslenskum tíma.

Skömmu síðar fannst annar sprengibúnaður skammt frá því sem sprengjan sprakk. Lögregluyfirvöld rannsaka nú málið en rannsóknin beinist einkum að manni sem á upptökum öryggismyndavéla sést vera við gáminn sem sprakk skömmu áður en sprengingin varð.


Tengdar fréttir

29 særðir eftir sprengingu í New York

Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, segir að sprengingin hafi verið viljaverk en ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×