Kannabismarkaður Kristjaníu rifinn niður eftir árásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. september 2016 07:00 Íbúar Kristjaníu rífa niður kannabissölubása á Pusher-stræti. Nordicphotos/AFP Íbúar fríríkisins Kristjaníu í Danmörku rifu í gær kannabissölubása á Pusher-stræti, göngugötu sem fræg er fyrir opna sölu kannabisafurða. Lögregla kallaði á fimmtudag eftir slíkum aðgerðum í kjölfar skotárásar á strætinu. 25 ára bosnískættaður Dani skaut þá tvo lögreglumenn og einn ferðamann. Árásarmaðurinn lést af sárum sínum í gær en eftir að hann flúði vettvang hafði lögregla upp á honum, til skothríðar kom og varð árásarmaðurinn fyrir skoti. Annar lögreglumannanna liggur enn á gjörgæslu. Danska ríkissjónvarpið (DR) sýndi frá því þegar um þúsund íbúar Kristjaníu mættu á Pusher-stræti með sagir, borvélar og kúbein til þess að taka sölubásana niður. Risenga Manghezi, talsmaður íbúa, sagði í samtali við DR að niðurrifið væri mikilvægt. „Það er mikilvægt að gera þetta í dag og hugsa til særða lögreglumannsins. En við getum því miður ekki tryggt að básar sem þessir rísi ekki á ný,“ sagði Manghezi. „Við getum ekki tryggt að básarnir rísi ekki á ný. Til þess þörfnumst við hjálpar frá öllum Dönum. Ef þið styðjið Kristjaníu þá hættið þið að kaupa kannabisið ykkar hér,“ segir í fréttatilkynningu sem Manghezi sendi út í gær. Þar fordæmir hann einnig kannabismarkaðinn og segir hann glæpsamlegan, enda er sala á kannabisi ólögleg í Danmörku. Hulda Mader, annar talsmaður íbúa, sagði í viðtali við DR að mjög fáar reglur giltu í Kristjaníu. „Ein þeirra er engin vopn. Önnur er ekkert ofbeldi. Þessi árás var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Mader. „Það voru allt of margir básar og allt of margir utanaðkomandi seljendur sem við þekktum ekki. Þeir voru grímuklæddir og Kristjanía skipti þá engu máli,“ bætti Mader við. Talsmenn Amaq, áróðursdeildar hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, sögðu árásarmanninn í gær hafa verið einn af hermönnum þeirra. Lögregla hafði áður greint frá því að sönnunargögn bentu til þess að maðurinn væri fylgjandi málstað Íslamska ríkisins, þó væri ósannað að það væri orsök árásarinnar. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Íbúar fríríkisins Kristjaníu í Danmörku rifu í gær kannabissölubása á Pusher-stræti, göngugötu sem fræg er fyrir opna sölu kannabisafurða. Lögregla kallaði á fimmtudag eftir slíkum aðgerðum í kjölfar skotárásar á strætinu. 25 ára bosnískættaður Dani skaut þá tvo lögreglumenn og einn ferðamann. Árásarmaðurinn lést af sárum sínum í gær en eftir að hann flúði vettvang hafði lögregla upp á honum, til skothríðar kom og varð árásarmaðurinn fyrir skoti. Annar lögreglumannanna liggur enn á gjörgæslu. Danska ríkissjónvarpið (DR) sýndi frá því þegar um þúsund íbúar Kristjaníu mættu á Pusher-stræti með sagir, borvélar og kúbein til þess að taka sölubásana niður. Risenga Manghezi, talsmaður íbúa, sagði í samtali við DR að niðurrifið væri mikilvægt. „Það er mikilvægt að gera þetta í dag og hugsa til særða lögreglumannsins. En við getum því miður ekki tryggt að básar sem þessir rísi ekki á ný,“ sagði Manghezi. „Við getum ekki tryggt að básarnir rísi ekki á ný. Til þess þörfnumst við hjálpar frá öllum Dönum. Ef þið styðjið Kristjaníu þá hættið þið að kaupa kannabisið ykkar hér,“ segir í fréttatilkynningu sem Manghezi sendi út í gær. Þar fordæmir hann einnig kannabismarkaðinn og segir hann glæpsamlegan, enda er sala á kannabisi ólögleg í Danmörku. Hulda Mader, annar talsmaður íbúa, sagði í viðtali við DR að mjög fáar reglur giltu í Kristjaníu. „Ein þeirra er engin vopn. Önnur er ekkert ofbeldi. Þessi árás var kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Mader. „Það voru allt of margir básar og allt of margir utanaðkomandi seljendur sem við þekktum ekki. Þeir voru grímuklæddir og Kristjanía skipti þá engu máli,“ bætti Mader við. Talsmenn Amaq, áróðursdeildar hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, sögðu árásarmanninn í gær hafa verið einn af hermönnum þeirra. Lögregla hafði áður greint frá því að sönnunargögn bentu til þess að maðurinn væri fylgjandi málstað Íslamska ríkisins, þó væri ósannað að það væri orsök árásarinnar.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira