Líkamsleifar Jacobs fundnar 27 árum eftir að hann hvarf Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 14:15 Hvarfið vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og hefur drengurinn orðið að einni helstu táknmynd týndra barna í ríkinu. Á myndinni má sjá Jacob og móður hans, Patty. Vísir/Getty Lögregla í Bandaríkjunum hafa fundið líkamsleifar Jacobs Wetterling sem hvarf skyndilega í október 1989, þá ellefu ára gamall. Jacob var rænt af grímuklæddum og vopnuðum manni þar sem hann hjólaði ásamt bróður sínum og vini á sveitavegi skammt frá heimili sínu fyrir utan Minneapolis í Minnesota á októberkvöldi 1989. Maðurinn beindi skotvopni að bróður Jacobs og vini og skipaði þeim að halda sig fjarri áður en hann svo ók á brott með Jacob. Málið vakti gríðarlega athygli og hefur drengurinn orðið að einni helstu táknmynd týndra barna í Bandaríkjunum á síðustu árum. Þrátt fyrir umfangsmikla lögreglurannsókn þá hefur hvarf hans reynst ráðgáta og ekkert vitað um hvað varð um hann, þar til nú.Vísir/GettyLögregla fann í gær líkamsleifar Jacobs eftir ábendingu frá manni sem lengi hefur verið bendlaður við hvarf drengsins. Rannsókn hefur nú leitt í ljós að raunverulega sé um lík Jacobs að ræða. Maðurinn, sem nú er 53 ára, var yfirheyrður skömmu eftir hvarf drengsins, en hann er nú í haldi vegna gruns um hafa haft mikil magn barnakláms í fórum sínum. Bandarískir fjölmiðlar segja ekki ljóst hvað hafi orðið til þess að hann gaf lögreglu upplýsingar um hvar líkamsleifar Jacobs hafi verið að finna. Foreldrar drengsins hafa alla tíð haldið í vonina að sonur þeirra myndi finnast á lífi. „Við erum orðlaus,“ skrifaði móðir Jacobs á Twitter-síðu sinni í gær. Eftir að Jacob var rænt á sínum tíma börðust foreldrar hans ötult fyrir því að lögum um kynferðisafbrotamenn yrði breytt þannig að ríki þurfi að halda skrá yfir alla þá sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot. Bandaríkjaþing samþykkti lög þessa efnis árið 1994.Að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBS í Minnesota frá því í gærkvöldi. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Lögregla í Bandaríkjunum hafa fundið líkamsleifar Jacobs Wetterling sem hvarf skyndilega í október 1989, þá ellefu ára gamall. Jacob var rænt af grímuklæddum og vopnuðum manni þar sem hann hjólaði ásamt bróður sínum og vini á sveitavegi skammt frá heimili sínu fyrir utan Minneapolis í Minnesota á októberkvöldi 1989. Maðurinn beindi skotvopni að bróður Jacobs og vini og skipaði þeim að halda sig fjarri áður en hann svo ók á brott með Jacob. Málið vakti gríðarlega athygli og hefur drengurinn orðið að einni helstu táknmynd týndra barna í Bandaríkjunum á síðustu árum. Þrátt fyrir umfangsmikla lögreglurannsókn þá hefur hvarf hans reynst ráðgáta og ekkert vitað um hvað varð um hann, þar til nú.Vísir/GettyLögregla fann í gær líkamsleifar Jacobs eftir ábendingu frá manni sem lengi hefur verið bendlaður við hvarf drengsins. Rannsókn hefur nú leitt í ljós að raunverulega sé um lík Jacobs að ræða. Maðurinn, sem nú er 53 ára, var yfirheyrður skömmu eftir hvarf drengsins, en hann er nú í haldi vegna gruns um hafa haft mikil magn barnakláms í fórum sínum. Bandarískir fjölmiðlar segja ekki ljóst hvað hafi orðið til þess að hann gaf lögreglu upplýsingar um hvar líkamsleifar Jacobs hafi verið að finna. Foreldrar drengsins hafa alla tíð haldið í vonina að sonur þeirra myndi finnast á lífi. „Við erum orðlaus,“ skrifaði móðir Jacobs á Twitter-síðu sinni í gær. Eftir að Jacob var rænt á sínum tíma börðust foreldrar hans ötult fyrir því að lögum um kynferðisafbrotamenn yrði breytt þannig að ríki þurfi að halda skrá yfir alla þá sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot. Bandaríkjaþing samþykkti lög þessa efnis árið 1994.Að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBS í Minnesota frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira