Erlent

Hvetur arftakann til að stýra landinu í anda Karimovs

Atli Ísleifsson skrifar
Rússlandsforseti við gröf Islams Karimov.
Rússlandsforseti við gröf Islams Karimov. Vísir/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hvatt arftaka Islam Karimov, forseta Úsbekistans sem lést í síðustu viku, til að stýra landinu áfram í anda Karimovs.

„Við vonumst að sjálfsögðu til að allt þar sem Islam Abduganiyevich (Karimov) byrjaði á komi til með að halda áfram,“ sagði Pútín í samtali við Shavkat Mirziyoyev, forsætisráðherra Úsbekistans, í heimsókn sinni til höfuðborgarinnar Tashkent.

Karimov hafði stýrt landinu allt frá hruni Sovétríkjanna 1991 og hafði oft verið sakaður um einræðistilburði.

Hann var jarðsettur í heimaborg sinni Samarkans á laugardag, en hann lést í síðustu viku, 78 ára gamall, eftir að hafa fengið heilablæðingu.

Forseti öldungadeildar úsbeska þingsins, Nigmatilla Tulkinovich Yuldashev, gegnir nú tímabundið starfi forseti að forsetanum gengnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×