Løkke vill hækka eftirlaunaaldur og bylta námsstyrkjakerfinu Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2016 10:25 Lars Løkke Rasmussen segir að með 2025-áætluninni sé ætlunin að gera Danmörk sterkara. Vísir/AFP Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vill hækka eftirlaunaaldur Dana í skrefum og breyta námsstyrkjakerfi stjórnvalda á þann veg að helmingur SU-styrksins svokallaða verði lán. Forsætisráðherrann kynnti sérstaka 2025-áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem hann greindi frá hvaða breytingar ríkisstjórn hans vilji sjá á hinum ýmsu sviðum.Eftirlaunaaldur hækkarÍ frétt DR kemur fram að eftirlaunaaldur muni á næstu árum hækka í skrefum á þann veg að launþegar fæddir á árunum 1958 til 1962 fari á eftirlaun 67,5 ára, og þeir sem fæddir eru 1963 eða síðar 68,5 ára. Með þessu sé ætlun ríkisstjórnarinnar að bregðast við hækkandi meðalaldri og fyrirsjáanlegum skorti á vinnuafli, verði ekkert að gert.Námsstyrkjakerfinu umbyltLøkke leggur jafnframt til að námsstyrkjakerfi danskra yfirvalda, SU-kerfið svokallaða, verði umbylt á þann veg að helmingur upphæðarinnar verði styrkur og hinn helmingurinn vaxtalaust lán. Í frétt DR er haft eftir forsætisráðherranum að þetta sé gert til að stemma stigu við þann fjölda erlendra ríkisborgara sem sæki í styrkjakerfið. Verði breytingarnar að veruleika munu þær gilda fyrir námsmenn sem hefja framhaldsnám frá árinu 2019.Gera Danmörk sterkara Løkke segir að með 2025-áætluninni sé ætlunin að gera Danmörk sterkara. Í áætluninni er einnig meðal annars tekið á málefnum flóttafólks og vill forsætisráðherrann að mögulegt verði að vísa hælisleitendum frá landinu strax á landamærunum. Ekki verði tekið við frekari „kvótaflóttamönnum“ á þessu ári og er ætlunin að leggja aukna áherslu á aðstoð við flóttamenn á svæðum næst Evrópu, þar sem flóttafólk reynir að komast til álfunnar. Fylgjast má með frekari fréttum af 2025-áætluninni á vef danska ríkisútvarpsins. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vill hækka eftirlaunaaldur Dana í skrefum og breyta námsstyrkjakerfi stjórnvalda á þann veg að helmingur SU-styrksins svokallaða verði lán. Forsætisráðherrann kynnti sérstaka 2025-áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem hann greindi frá hvaða breytingar ríkisstjórn hans vilji sjá á hinum ýmsu sviðum.Eftirlaunaaldur hækkarÍ frétt DR kemur fram að eftirlaunaaldur muni á næstu árum hækka í skrefum á þann veg að launþegar fæddir á árunum 1958 til 1962 fari á eftirlaun 67,5 ára, og þeir sem fæddir eru 1963 eða síðar 68,5 ára. Með þessu sé ætlun ríkisstjórnarinnar að bregðast við hækkandi meðalaldri og fyrirsjáanlegum skorti á vinnuafli, verði ekkert að gert.Námsstyrkjakerfinu umbyltLøkke leggur jafnframt til að námsstyrkjakerfi danskra yfirvalda, SU-kerfið svokallaða, verði umbylt á þann veg að helmingur upphæðarinnar verði styrkur og hinn helmingurinn vaxtalaust lán. Í frétt DR er haft eftir forsætisráðherranum að þetta sé gert til að stemma stigu við þann fjölda erlendra ríkisborgara sem sæki í styrkjakerfið. Verði breytingarnar að veruleika munu þær gilda fyrir námsmenn sem hefja framhaldsnám frá árinu 2019.Gera Danmörk sterkara Løkke segir að með 2025-áætluninni sé ætlunin að gera Danmörk sterkara. Í áætluninni er einnig meðal annars tekið á málefnum flóttafólks og vill forsætisráðherrann að mögulegt verði að vísa hælisleitendum frá landinu strax á landamærunum. Ekki verði tekið við frekari „kvótaflóttamönnum“ á þessu ári og er ætlunin að leggja aukna áherslu á aðstoð við flóttamenn á svæðum næst Evrópu, þar sem flóttafólk reynir að komast til álfunnar. Fylgjast má með frekari fréttum af 2025-áætluninni á vef danska ríkisútvarpsins.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira