Írsk kona tísti frá ferð sinni í fóstureyðingu Birta Svavarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 15:30 Löggjöf um fóstureyðingar hefur verið harðlega mótmælt á Írlandi. Getty Írsk kona tísti í beinni um ferð sína til Bretlands nú um helgina, en tilgangur ferðarinnar var að fara í fóstureyðingu. Fóstureyðingar eru ólöglegar á Írlandi, nema í sérstökum tilfellum, og talið er að á árunum 1980-2015 hafi yfir 165 þúsund konur ferðast frá Írlandi til Bretlands í því skyni að fara í fóstureyðingu. Sagt er frá málinu á fréttasíðu CNN. Konan og samferðakona hennar sendu út tístin frá Twitter-aðgangnum @TwoWomenTravel, sem mætti þýða sem „Tvær konur ferðast,“ og lýstu þær verkefninu sem: „Tvær konur, ein aðgerð, 48 klukkustundir fjarri heimahögum.“ Flestum tístunum var beint að forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny (@EndaKennyTD).Fordæma aðgerðaleysi stjórnvaldaKonurnar tístu frá öllum stigum ferðalagsins, allt frá gráum og þungbúnum himni á flugbrautinni þegar lagt var af stað, og til blóðugs laks á hótelrúmi seinna um helgina. Á meðan önnur kvennanna gekkst undir fóstureyðinguna hélt ferðafélaginn twittersamfélaginu upplýstu.Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands.Getty„Þessi ferð er farin í sterkri samstöðu með öllum írsku systrum okkar sem farið hafa á undan okkur. Við stöndum með öllum konum sem hafa verið gerðar útlægar af @EndaKennyTD, fyrirrennurum hans og forsvarsmönnum.“ „Neyddar til að yfirgefa Írland. Rákumst á fleiri Íra á biðstofunni að bíða eftir ástvinum sínum.“ „Vinkona mín er komin út og allt í góðu. Aðgerðin tók stuttan tíma og starfsfólkið var mjög indælt. Ástarkveðjur til ykkar allra. @EndaKennyTD hefur brugðist okkur, það gerðuð þið ekki.“Mikill stuðningur við konurnar Tíst kvennanna vöktu fljótt mikla athygli og fengu þær stuðning úr ýmsum áttum, meðal annars frá breska grínistanum og spjallþáttastjórnandanum James Corden sem tísti, „Í dag ferðast tvær konur [@TwoWomenTravel], en þið eruð ekki einar í þessu. Svo margir eru með ykkur núna.“Úr tísti kvennanna: „Þessi ferð er farin í sterkri samstöðu með öllum írsku systrum okkar sem farið hafa á undan okkur.“@TwoWomenTravelOpinskáasta tístið kom svo á sunnudagsmorgun, en þá birtu þær mynd af blóðugu laki undir yfirskriftinni, „Hvorki fyrsta né síðasta blæðandi konan sem er við það að leggja af stað í langt ferðalag heim til sín.“Fóstureyðingalöggjöf Írlands mjög umdeildMiklar deilur hafa verið um fóstureyðingalöggjöf Írlands, en þjóðin er klofin í tvær fylkingar. Annars vegar þá sem vilja halda ströngum lögum Írlands um fóstureyðingar, og hins vegar þá sem telja mikilvægt að endurhugsa löggjöfina í takt við nýja tíma og sambærileg lög annarra landa. Fóstureyðingalöggjöf Írlands er mun strangari en í Englandi, Skotlandi og Wales, en írsk kona sem gekkst undir ólöglega fóstureyðingu í apríl hlaut fyrir það þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.Hægt er að lesa tíst kvennanna í glugganum hér fyrir neðan.Tweets by TwoWomenTravel Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Írsk kona tísti í beinni um ferð sína til Bretlands nú um helgina, en tilgangur ferðarinnar var að fara í fóstureyðingu. Fóstureyðingar eru ólöglegar á Írlandi, nema í sérstökum tilfellum, og talið er að á árunum 1980-2015 hafi yfir 165 þúsund konur ferðast frá Írlandi til Bretlands í því skyni að fara í fóstureyðingu. Sagt er frá málinu á fréttasíðu CNN. Konan og samferðakona hennar sendu út tístin frá Twitter-aðgangnum @TwoWomenTravel, sem mætti þýða sem „Tvær konur ferðast,“ og lýstu þær verkefninu sem: „Tvær konur, ein aðgerð, 48 klukkustundir fjarri heimahögum.“ Flestum tístunum var beint að forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny (@EndaKennyTD).Fordæma aðgerðaleysi stjórnvaldaKonurnar tístu frá öllum stigum ferðalagsins, allt frá gráum og þungbúnum himni á flugbrautinni þegar lagt var af stað, og til blóðugs laks á hótelrúmi seinna um helgina. Á meðan önnur kvennanna gekkst undir fóstureyðinguna hélt ferðafélaginn twittersamfélaginu upplýstu.Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands.Getty„Þessi ferð er farin í sterkri samstöðu með öllum írsku systrum okkar sem farið hafa á undan okkur. Við stöndum með öllum konum sem hafa verið gerðar útlægar af @EndaKennyTD, fyrirrennurum hans og forsvarsmönnum.“ „Neyddar til að yfirgefa Írland. Rákumst á fleiri Íra á biðstofunni að bíða eftir ástvinum sínum.“ „Vinkona mín er komin út og allt í góðu. Aðgerðin tók stuttan tíma og starfsfólkið var mjög indælt. Ástarkveðjur til ykkar allra. @EndaKennyTD hefur brugðist okkur, það gerðuð þið ekki.“Mikill stuðningur við konurnar Tíst kvennanna vöktu fljótt mikla athygli og fengu þær stuðning úr ýmsum áttum, meðal annars frá breska grínistanum og spjallþáttastjórnandanum James Corden sem tísti, „Í dag ferðast tvær konur [@TwoWomenTravel], en þið eruð ekki einar í þessu. Svo margir eru með ykkur núna.“Úr tísti kvennanna: „Þessi ferð er farin í sterkri samstöðu með öllum írsku systrum okkar sem farið hafa á undan okkur.“@TwoWomenTravelOpinskáasta tístið kom svo á sunnudagsmorgun, en þá birtu þær mynd af blóðugu laki undir yfirskriftinni, „Hvorki fyrsta né síðasta blæðandi konan sem er við það að leggja af stað í langt ferðalag heim til sín.“Fóstureyðingalöggjöf Írlands mjög umdeildMiklar deilur hafa verið um fóstureyðingalöggjöf Írlands, en þjóðin er klofin í tvær fylkingar. Annars vegar þá sem vilja halda ströngum lögum Írlands um fóstureyðingar, og hins vegar þá sem telja mikilvægt að endurhugsa löggjöfina í takt við nýja tíma og sambærileg lög annarra landa. Fóstureyðingalöggjöf Írlands er mun strangari en í Englandi, Skotlandi og Wales, en írsk kona sem gekkst undir ólöglega fóstureyðingu í apríl hlaut fyrir það þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.Hægt er að lesa tíst kvennanna í glugganum hér fyrir neðan.Tweets by TwoWomenTravel
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira