Leggja mikla áherslu á að Brexit sé ekki upphaf endaloka ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 23:55 Frá fundi leiðtoganna í dag. vísir/getty Útganga Breta úr Evrópusambandinu markar ekki upphafið að endalokum þess segja þau Angela Merkel Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Francois Hollande, Frakklandsforseti. Þau hittust á fundi á Ítalíu í dag til að ræða þá stöðu sem ESB er í vegna þess að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa sambandið, en þetta er annað skiptið sem leiðtogarnir hittast eftir Brexit. „Margir töldu að Evrópusambandið væri búið að vera eftir Brexit en svo er ekki,“ sagði Renzi á blaðamannafundi og bætti við: „Við virðum auðvitað val Breta en við þurfum að skrifa næsta kafla. Evrópa eftir Brexit mun endurvekja okkar öflugu hugmyndir um einingu og frið, frelsi og drauma.“ Renzi tók á móti Merkel og Hollande á herflugvellinum í Napólí áður en hann fór með þau til eyjunnar Ventotene þar sem þau lögð blóm á leiði Altiero Spinelli en hann er talinn vera einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um að hægt væri að sameina Evrópu. Spinelli var andvígur fasistastjórninni á Ítalíu sem réði þar ríkjum þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann var því fangelsaður ásamt öðrum hugsjónamanni, Ernesto Rossi, og saman skrifuðu þeir Ventotene-yfirlýsinguna þar sem þeir hvetja til þess að ríki Evrópu stofni með sér einhvers konar samband til að berjast gegn þjóðernishyggjunni sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimsókn leiðtoganna þriggja var því mjög táknræn. Hollande varaði einmitt við því í dag að þrátt fyrir að ríki Evrópu þyrftu að auka öryggi sitt og berjast af öllum krafti gegn íslömskum öfgamönnum þá mætti þjóðernishyggjan ekki ná yfirhöndinni í álfunni. Þá minntist Merkel þess að Evrópusambandið hefði verið stofnað eftir einhverja dimmustu tíma sem álfan hefði séð. Nú þyrftu ríki Evrópu hins vegar að vinna saman enda stæðu þau frammi fyrir miklum áskorunum varðandi það að styrkja ytri og innri landamæri, auka hagvöxt og skapa störf fyrir ungt fólk. Brexit Tengdar fréttir Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45 Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
Útganga Breta úr Evrópusambandinu markar ekki upphafið að endalokum þess segja þau Angela Merkel Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu og Francois Hollande, Frakklandsforseti. Þau hittust á fundi á Ítalíu í dag til að ræða þá stöðu sem ESB er í vegna þess að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa sambandið, en þetta er annað skiptið sem leiðtogarnir hittast eftir Brexit. „Margir töldu að Evrópusambandið væri búið að vera eftir Brexit en svo er ekki,“ sagði Renzi á blaðamannafundi og bætti við: „Við virðum auðvitað val Breta en við þurfum að skrifa næsta kafla. Evrópa eftir Brexit mun endurvekja okkar öflugu hugmyndir um einingu og frið, frelsi og drauma.“ Renzi tók á móti Merkel og Hollande á herflugvellinum í Napólí áður en hann fór með þau til eyjunnar Ventotene þar sem þau lögð blóm á leiði Altiero Spinelli en hann er talinn vera einn af upphafsmönnum hugmyndarinnar um að hægt væri að sameina Evrópu. Spinelli var andvígur fasistastjórninni á Ítalíu sem réði þar ríkjum þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann var því fangelsaður ásamt öðrum hugsjónamanni, Ernesto Rossi, og saman skrifuðu þeir Ventotene-yfirlýsinguna þar sem þeir hvetja til þess að ríki Evrópu stofni með sér einhvers konar samband til að berjast gegn þjóðernishyggjunni sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimsókn leiðtoganna þriggja var því mjög táknræn. Hollande varaði einmitt við því í dag að þrátt fyrir að ríki Evrópu þyrftu að auka öryggi sitt og berjast af öllum krafti gegn íslömskum öfgamönnum þá mætti þjóðernishyggjan ekki ná yfirhöndinni í álfunni. Þá minntist Merkel þess að Evrópusambandið hefði verið stofnað eftir einhverja dimmustu tíma sem álfan hefði séð. Nú þyrftu ríki Evrópu hins vegar að vinna saman enda stæðu þau frammi fyrir miklum áskorunum varðandi það að styrkja ytri og innri landamæri, auka hagvöxt og skapa störf fyrir ungt fólk.
Brexit Tengdar fréttir Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45 Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00 Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
Lofar því að ríkissjóður styrki þau verkefni sem ESB styrkti áður Philip Hammond fjármálaráðherra Bretlands heitir því að ríkissjóður landsins muni styrkja þau verkefni í Bretlandi sem Evrópusambandið styrkti áður. 13. ágúst 2016 10:45
Atvinnuleysi í Bretlandi minnkar í kjölfar Brexit Einnig minnkaði atvinnuleysi í landinu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júní en nýjustu tölur eru fyrir júlímánuð. Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið minna í ellefu ár og er nú 4,91 prósent. 18. ágúst 2016 04:00
Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Meðalhúsnæðisverð í London hefur lækkað um 155 þúsund krónur á dag frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Ný skýrsla frá Morgan McKinley sýnir að nýjum störfum í breska fjármálageiranum hafi fækkað um 12 prósen 11. ágúst 2016 08:00