Stór jarðskjálfti á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2016 07:11 Líklegt þykir að tala látinna muni hækka. Vísir/AFP Tala látinna hefur hækkað upp í 73 eftir stóran jarðskjálfta á Ítalíu í nótt. Skjálftinn sem var 6,2 stig varð á tíu kílómetra dýpi á miðri Ítalíu og olli miklum skaða í þorpum og bæjum. Hins vegar virðist hann ekki hafa náð til mjög þéttbýlla svæða.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni eru þeir bæir sem urðu hvað verst úti Accumoli, Amatrice, Posta og Arquata del Tronto. „Nú þegar sólin er komin upp, sjáum við að ástandið er enn verra en við óttuðumst. Byggingar hafa hrunið og fólk er fast í rústunum,“ segir bæjarstjóri Accumoli. Bæjarstjóri Amatrice segir þrjá fjórðu húsa í bænum hafa hrunið og að björgunarmenn heyri í fólki í rústunum. Hann segist óttast að tugir séu látnir í bænum.Skjálftinn vakti íbúa í 150 kílómetra fjarlægð frá miðju hans um klukkan hálf tvö í nótt að íslenskum tíma (3:36 á Ítalíu). Vitni segja hann hafa staðið yfir í um tuttugu sekúndur og að um 20 mínútum síðar hafi annar skjálfti orðið sem ekki hafi verið mikið minni. Árið 2009 varð 6,3 stiga skjálfti í Aquila héraði Ítalíu. Þá dóu meira en 300 manns.Þessi frétt var uppfærð reglulega fyrr í dag.14:00Embættismenn segja nú að minnst 73 séu látnir. 13:15 Fjölmiðlar í Ítalíu áætla nú að minnst 63 séu látnir vegna jarðskjálftans. Þar af eru minnst 35 í bænum Amatice, ellefu í Accumoli og tíu í Pescara del Tronto. Nokkur hundruð eru sagðir hafa slasast og í raun er ekki vitað hve margra er saknað.12:15 AP fréttaveitan hefur birt myndband af björgun manns og stúlku úr rústum húss á Ítalíu. Nánar tiltekið úr bænum Amatrice, en Sky News hefur eftir bæjarstjóranum þar að minnst 35 séu látnir þar.11:25 Búið er að taka saman nokkrar fyrir og eftir myndir frá Ítalíu sem sýna vel hve mikil eyðileggingin er.Chilling before and after #pictures of destruction in #Amatrice #Italy #ItalyEarthquake pic.twitter.com/u7tQiGFf8C— Tia Goldenberg (@tgoldenberg) August 24, 2016 6.2 magnitude earthquake hit Italy and seeing a before and after makes me speechless #ItalyEarthquake pic.twitter.com/ORRC1Y8j9b— fluff (@ArianatorPalace) August 24, 2016 Before and after pictures of Italian towns devastated by deadly earthquake https://t.co/RZDxQr7k8U pic.twitter.com/WlSteu22bV— Guardian photos (@guardianphotos) August 24, 2016 10:30 Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, mun heimsækja svæðin sem urðu verst úti í dag. Hann sagði að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við hörmungunum og að ekkert svæði yrði skilið út undan. Hægt er að sjá myndir af hörmungunum í í Pescara del Tronto og Amatrice hér.10:10 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur sent Ítölum samúðarkveðjur og segir Evrópusambandið standa með þjóðinni.We stand, as ever, in solidarity with the Italian nation and are ready to assist in any way we can. #ItalyEarthquake pic.twitter.com/l7yEZWrvth— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) August 24, 2016 10:00 Tala látinna er nú komin í 38 og 150 er saknað. Búist er við að tala látinna muni hækka frekar. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar um að Íslendingar séu á því svæði sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum á Ítalíu í nótt. Andri Lúthersson, deildarstjóri upplýsingamála hjá ráðuneytinu, segir í samtali við fréttastofu að borgaraþjónustan fylgist grannt með gangi mála. Þá geti þeir sem hafi ekki haft uppi á aðstandendum haft samband við þjónustuna símleiðis.#BREAKING Italy earthquake: 37 dead according to first official toll— AFP news agency (@AFP) August 24, 2016 9.20 Bein Facebook útsending frá ítalska fjölmiðlinum la Repubblica. Hér er fylgst með á vettvangi í Amatrice.Terremoto nel centro Italia - la diretta da AmatriceTerremoto nel centro Italia - la diretta da AmatricePosted by la Repubblica on Wednesday, August 24, 20167.25 Brot úr útsendingu ítölsku fréttastofunnar Rai frá því klukkan hálf sex í morgun.7.20Myndskeið frá RT frá því í morgunsárið. Hér sjást íbúar svæðisins koma sér út á götu og lögregla og sjúkraliðar hlúa að þeim.7.20 Útsending RT frá Ítalíu. Hér eru björgunarmenn að störfum í rústunum.7.15 Loftmynd af bænum Amatrice. Hér sést eyðileggingin greinilega. Myndin er fengin frá slökkviliði svæðisins.#Amatrice vista dall'alto (praticamente rasa al suolo) dopo il #terremoto nella foto dei #vigilidelfuoco pic.twitter.com/iOsdcj6OPb— paolo mantovan (@paolomantovan) August 24, 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Tala látinna hefur hækkað upp í 73 eftir stóran jarðskjálfta á Ítalíu í nótt. Skjálftinn sem var 6,2 stig varð á tíu kílómetra dýpi á miðri Ítalíu og olli miklum skaða í þorpum og bæjum. Hins vegar virðist hann ekki hafa náð til mjög þéttbýlla svæða.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni eru þeir bæir sem urðu hvað verst úti Accumoli, Amatrice, Posta og Arquata del Tronto. „Nú þegar sólin er komin upp, sjáum við að ástandið er enn verra en við óttuðumst. Byggingar hafa hrunið og fólk er fast í rústunum,“ segir bæjarstjóri Accumoli. Bæjarstjóri Amatrice segir þrjá fjórðu húsa í bænum hafa hrunið og að björgunarmenn heyri í fólki í rústunum. Hann segist óttast að tugir séu látnir í bænum.Skjálftinn vakti íbúa í 150 kílómetra fjarlægð frá miðju hans um klukkan hálf tvö í nótt að íslenskum tíma (3:36 á Ítalíu). Vitni segja hann hafa staðið yfir í um tuttugu sekúndur og að um 20 mínútum síðar hafi annar skjálfti orðið sem ekki hafi verið mikið minni. Árið 2009 varð 6,3 stiga skjálfti í Aquila héraði Ítalíu. Þá dóu meira en 300 manns.Þessi frétt var uppfærð reglulega fyrr í dag.14:00Embættismenn segja nú að minnst 73 séu látnir. 13:15 Fjölmiðlar í Ítalíu áætla nú að minnst 63 séu látnir vegna jarðskjálftans. Þar af eru minnst 35 í bænum Amatice, ellefu í Accumoli og tíu í Pescara del Tronto. Nokkur hundruð eru sagðir hafa slasast og í raun er ekki vitað hve margra er saknað.12:15 AP fréttaveitan hefur birt myndband af björgun manns og stúlku úr rústum húss á Ítalíu. Nánar tiltekið úr bænum Amatrice, en Sky News hefur eftir bæjarstjóranum þar að minnst 35 séu látnir þar.11:25 Búið er að taka saman nokkrar fyrir og eftir myndir frá Ítalíu sem sýna vel hve mikil eyðileggingin er.Chilling before and after #pictures of destruction in #Amatrice #Italy #ItalyEarthquake pic.twitter.com/u7tQiGFf8C— Tia Goldenberg (@tgoldenberg) August 24, 2016 6.2 magnitude earthquake hit Italy and seeing a before and after makes me speechless #ItalyEarthquake pic.twitter.com/ORRC1Y8j9b— fluff (@ArianatorPalace) August 24, 2016 Before and after pictures of Italian towns devastated by deadly earthquake https://t.co/RZDxQr7k8U pic.twitter.com/WlSteu22bV— Guardian photos (@guardianphotos) August 24, 2016 10:30 Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, mun heimsækja svæðin sem urðu verst úti í dag. Hann sagði að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við hörmungunum og að ekkert svæði yrði skilið út undan. Hægt er að sjá myndir af hörmungunum í í Pescara del Tronto og Amatrice hér.10:10 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur sent Ítölum samúðarkveðjur og segir Evrópusambandið standa með þjóðinni.We stand, as ever, in solidarity with the Italian nation and are ready to assist in any way we can. #ItalyEarthquake pic.twitter.com/l7yEZWrvth— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) August 24, 2016 10:00 Tala látinna er nú komin í 38 og 150 er saknað. Búist er við að tala látinna muni hækka frekar. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar um að Íslendingar séu á því svæði sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum á Ítalíu í nótt. Andri Lúthersson, deildarstjóri upplýsingamála hjá ráðuneytinu, segir í samtali við fréttastofu að borgaraþjónustan fylgist grannt með gangi mála. Þá geti þeir sem hafi ekki haft uppi á aðstandendum haft samband við þjónustuna símleiðis.#BREAKING Italy earthquake: 37 dead according to first official toll— AFP news agency (@AFP) August 24, 2016 9.20 Bein Facebook útsending frá ítalska fjölmiðlinum la Repubblica. Hér er fylgst með á vettvangi í Amatrice.Terremoto nel centro Italia - la diretta da AmatriceTerremoto nel centro Italia - la diretta da AmatricePosted by la Repubblica on Wednesday, August 24, 20167.25 Brot úr útsendingu ítölsku fréttastofunnar Rai frá því klukkan hálf sex í morgun.7.20Myndskeið frá RT frá því í morgunsárið. Hér sjást íbúar svæðisins koma sér út á götu og lögregla og sjúkraliðar hlúa að þeim.7.20 Útsending RT frá Ítalíu. Hér eru björgunarmenn að störfum í rústunum.7.15 Loftmynd af bænum Amatrice. Hér sést eyðileggingin greinilega. Myndin er fengin frá slökkviliði svæðisins.#Amatrice vista dall'alto (praticamente rasa al suolo) dopo il #terremoto nella foto dei #vigilidelfuoco pic.twitter.com/iOsdcj6OPb— paolo mantovan (@paolomantovan) August 24, 2016
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira