Stöðvar KR Valssóknina? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2016 06:00 Kristinn Freyr Sigurðsson hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum. vísir/stefán Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Klukkan 17.00 í dag mætast liðin í 3. og 4. sæti, Stjarnan og Breiðablik, í Kópavoginum. Von þessara liða um að vinna Íslandsmeistaratitilinn er orðin mjög veik en þau vilja eflaust bæði styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri. Blikar unnu fyrri leikinn 1-3 og hafa unnið alla þrjá deildarleikina gegn Stjörnunni síðan Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins. Annað kvöld er svo annar stórleikur á dagskrá, á milli stórveldanna Vals og KR á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið síðustu þrjá leiki í deild og bikar með markatölunni 13-0. Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson hafa verið sjóðheitir og skorað samtals 15 mörk í síðustu sjö leikjum Vals sem gæti endað umferðina í 2. sæti ef önnur úrslit verða hagstæð. KR-ingar eru sömuleiðis á fínum skriði og hafa náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir verða þó án fyrirliða síns, Indriða Sigurðssonar, í leiknum annað kvöld en hann tekur út leikbann. Topplið FH fer til Ólafsvíkur og sækir Víkinga heim. FH-ingar eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Fimleikafélagið er með sjö stiga forskot á toppnum og það verður að teljast ólíklegt að jafn sterkt og reynt lið og FH tapi því niður. Það gengur öllu verr hjá Ólsurum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Fylkismenn eru að renna út á tíma í botnbaráttunni og þurfa að sækja sigur í Grafarvoginn til að eiga möguleika á að spila í Pepsi-deildinni að ári. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru með 13 stig í ellefta og næstneðsta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fjölnismenn eru hins vegar í fínum málum í 2. sæti deildarinnar. ÍA getur unnið þriðja leikinn í röð þegar liðið fær Víking R. í heimsókn. Skagamenn hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum og með sigri annað kvöld gera þeir sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Þá sækir botnlið Þróttar ÍBV heim. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru heilum níu stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn eru í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti en þeir færu langt með að bjarga sér frá falli með sigri á Þrótti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Klukkan 17.00 í dag mætast liðin í 3. og 4. sæti, Stjarnan og Breiðablik, í Kópavoginum. Von þessara liða um að vinna Íslandsmeistaratitilinn er orðin mjög veik en þau vilja eflaust bæði styrkja stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti með sigri. Blikar unnu fyrri leikinn 1-3 og hafa unnið alla þrjá deildarleikina gegn Stjörnunni síðan Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins. Annað kvöld er svo annar stórleikur á dagskrá, á milli stórveldanna Vals og KR á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið síðustu þrjá leiki í deild og bikar með markatölunni 13-0. Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson hafa verið sjóðheitir og skorað samtals 15 mörk í síðustu sjö leikjum Vals sem gæti endað umferðina í 2. sæti ef önnur úrslit verða hagstæð. KR-ingar eru sömuleiðis á fínum skriði og hafa náð í 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir verða þó án fyrirliða síns, Indriða Sigurðssonar, í leiknum annað kvöld en hann tekur út leikbann. Topplið FH fer til Ólafsvíkur og sækir Víkinga heim. FH-ingar eru komnir með aðra höndina á áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni í síðustu umferð. Fimleikafélagið er með sjö stiga forskot á toppnum og það verður að teljast ólíklegt að jafn sterkt og reynt lið og FH tapi því niður. Það gengur öllu verr hjá Ólsurum sem hafa ekki unnið leik í tvo mánuði. Fylkismenn eru að renna út á tíma í botnbaráttunni og þurfa að sækja sigur í Grafarvoginn til að eiga möguleika á að spila í Pepsi-deildinni að ári. Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar eru með 13 stig í ellefta og næstneðsta sætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fjölnismenn eru hins vegar í fínum málum í 2. sæti deildarinnar. ÍA getur unnið þriðja leikinn í röð þegar liðið fær Víking R. í heimsókn. Skagamenn hafa unnið sjö af síðustu níu leikjum sínum og með sigri annað kvöld gera þeir sig gildandi í baráttunni um Evrópusæti. Þá sækir botnlið Þróttar ÍBV heim. Staða Þróttara er nánast vonlaus en þeir eru heilum níu stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn eru í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti en þeir færu langt með að bjarga sér frá falli með sigri á Þrótti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira