Ragnar Bragi: Ég átti að fá víti Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 25. september 2016 16:34 Ragnar Bragi númer 9 í leik með Fylki Ragnar Bragi Sveinsson átti að fá vítaspyrnu þegar 20 mínútur voru til leiksloka í leik Fylkis og Þróttar í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld í stöðunni 2-2 en þannig fór leikurinn. „Jú, ég átti að fá víti,“ sagði Ragnar Bragi um atvikið. „Boltinn kemur þverrt fyrir markið. Ég er að fara að pota honum inn og þá er rifið aftan í treyjuna á mér, þá missi ég af þessum sentímetrum sem mig mig vantaði til að ná til boltans.“ Með sigri hefði Fylkir komist úr fallsæti og því má segja mistök Vilhjálms Alvars Þórarinssonar dómara leiksins dýrkeypt. „Þetta var mjög dýrt en við eigum að skora fleiri mörk, það er ekki bara þetta atriði.“ Fylkir sótti mikið í fyrri hálfleik og fékk fjölda færa til að nánast gera út um leikinn. „Við skjótum í slána og klúðrum tveimur dauðafærum. Svo er það sama gamla tuggan, léleg vörn og þeir labba í gegnum okkur í öðru markinu hjá þeim. „Ég get ekki lýst því hve svekkjandi þetta er,“ sagði Ragnar Bragi. Þrátt fyrir alla yfirburðina í fyrri hálfleik virtust Fylkismenn mæta værukærir til leiks í seinni hálfleik og nýtti Þróttur sér það. „Ætli við höfum ekki bara verið orðnir of góðir með okkur og slakað of mikið á. Þetta hefur einkennt okkur. Þegar við komumst yfir þá slökum við allt of mikið á.“ Til að Fylkir haldi sæti sínu í deildinni þarf liðið að vinna KR í lokaumferðinni á laugardaginn og treysta á að Víkingur Ólafsvík vinni ekki Stjörnuna. „Það gerðust ótrúlegir hlutir í gær í Inkasso-deildinni. Við verðum að trúa að eitthvað svona ótrúlegt geti gerst fyrir okkur, annars getum við sleppt því að fara á þennan völl,“ sagði Ragnar Bragi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson átti að fá vítaspyrnu þegar 20 mínútur voru til leiksloka í leik Fylkis og Þróttar í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld í stöðunni 2-2 en þannig fór leikurinn. „Jú, ég átti að fá víti,“ sagði Ragnar Bragi um atvikið. „Boltinn kemur þverrt fyrir markið. Ég er að fara að pota honum inn og þá er rifið aftan í treyjuna á mér, þá missi ég af þessum sentímetrum sem mig mig vantaði til að ná til boltans.“ Með sigri hefði Fylkir komist úr fallsæti og því má segja mistök Vilhjálms Alvars Þórarinssonar dómara leiksins dýrkeypt. „Þetta var mjög dýrt en við eigum að skora fleiri mörk, það er ekki bara þetta atriði.“ Fylkir sótti mikið í fyrri hálfleik og fékk fjölda færa til að nánast gera út um leikinn. „Við skjótum í slána og klúðrum tveimur dauðafærum. Svo er það sama gamla tuggan, léleg vörn og þeir labba í gegnum okkur í öðru markinu hjá þeim. „Ég get ekki lýst því hve svekkjandi þetta er,“ sagði Ragnar Bragi. Þrátt fyrir alla yfirburðina í fyrri hálfleik virtust Fylkismenn mæta værukærir til leiks í seinni hálfleik og nýtti Þróttur sér það. „Ætli við höfum ekki bara verið orðnir of góðir með okkur og slakað of mikið á. Þetta hefur einkennt okkur. Þegar við komumst yfir þá slökum við allt of mikið á.“ Til að Fylkir haldi sæti sínu í deildinni þarf liðið að vinna KR í lokaumferðinni á laugardaginn og treysta á að Víkingur Ólafsvík vinni ekki Stjörnuna. „Það gerðust ótrúlegir hlutir í gær í Inkasso-deildinni. Við verðum að trúa að eitthvað svona ótrúlegt geti gerst fyrir okkur, annars getum við sleppt því að fara á þennan völl,“ sagði Ragnar Bragi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira