Íslenski boltinn

Landsliðsþjálfarinn bjargaði leikmanni Fylkis | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rut í stólnum hjá Heimi.
Rut í stólnum hjá Heimi. Mynd/twittersíða rutar

Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir var svo óheppin að missa tönn í leik í Vestmannaeyjum.

Hið versta mál enda Rut sárþjáð og eitthvað þurfti að gera út af tönninni. Eyjamenn eru heppnir að eiga góðan tannlækni í Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karla, sem var einmitt staddur á vellinum.

Heimir var fljótur að stökkva til, fara inn á völlinn og kíkja á leikmanninn. Hún fór svo með honum af vellinum og upp á tannlæknastofu hans.

Þar settist Rut í stólinn hjá Heimi í Fylkisbúningnum og landsliðsþjálfarinn var ekki lengi að kippa þessu í liðinn.

Heimir kíkir á Rut inn á vellinum. mynd/óskar pétur
Rut gengur blóðug af velli með Heimi sér við hlið. mynd/óskar pétur
Heimir leggur af stað á undan til þess að gera bílinn kláran fyrir sjúklinginn. mynd/óskar pétur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.