„Lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. ágúst 2016 20:36 Mecca Laalaa, strandvörður í Sydney Ástraliu, kýs að klæðast búrkíni í vinnunni. Vísir/Getty Blaðakona frá The Guardian skrifaði í dag pistill til mótsvars þeirri ákvörðun þriggja bæjarstjóra í Frakklandi að banna konum þar í landi að klæðast svokölluðum búrkíni á baðströndum þeirra. Um er að ræða sundklæði sem hylja allt hold kvenna sem og hár. Andlitið er þó sýnilegt en klæðin eru vinsæl hjá múslímskum konum. Remona Aly skrifaði grein þar sem hún telur upp fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á ströndinni. Það gerði hún eftir að Manúel Valls forsætisráðherra landsins varði ákvörðun bæjarstjóranna með þeim rökum að þau brytu á gildismati frönsku þjóðarinnar þrátt fyrir að 10% hennar séu múslimar. Hún byrjar greinina með því að benda á að það hljóti að vera meira móðgandi að þurfa að vera tilneyddur til þess að horfa á rassskoruna á miðaldra fólki en konur sem kjósa að hylja hörund sitt. Næst bendir hún á að fyrir 50 árum síðan hafi mörg lönd í Evrópu sett blátt bann við bíkini á sólarströndum.Fyrirsæta og Nigella Lawson í góðu stuði í búrkíni á ströndinni.Vísir/GettyBlaðakonan telur upp fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á ströndinni en þær eru eftirfarandi;Til að ýta af stað fjölmiðlaæðiVanti þig athygli á samfélagsmiðlum sé fátt betra en að klæðast búrkíni á sólarströnd. Jafnvel það eitt að fá sér sundsprett verður að Twitter æði. Í kaldhæðni segir hún því að þarna sé komin góð leið til þess að beina sjónum fólks frá hlutum sem skipta raunverulegu máli í heiminum.Sparaðu þér að kaupa sólarvörn eða fara í vaxMeð því að klæðast búrkíni er ekki lengur nein ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvort broddar séu komnir á lappirnar eða hvort sólargeislarnir muni valda húðkrabbameini. Hægt væri að spara sér allan þann aur sem færi í að kaupa sér snyrtivörur sem tengdust slíku eða því að fara í rándýra vaxmeðferð.Aukin fjölbreytileiki í jafnréttisbaráttunaLáttu ekki henda þér út úr jafnréttisumræðunni af fólki sem heldur því fram að það sé ekki hægt að vera femínisti ef þú kýst að hylja líkama þinn. Konur séu helmingur mannkyns og einstaklingar með mismunandi smekk og skoðanir. Hún segir konur eiga að fá að ráða því sjálfar hverju þær klæðist á ströndinni, hvort sem það þýði að þær vilji sýna sig nær naktar eða hylja sig.Vektu athygli á hinu fáránlegaHverjum hefði dottið í hug að verslunarleiðangur í sunddeild M&S gæti verið talin áróður fyrir hryðjuverkastarfssemi? Blaðakonan spyr hvort einhver haldi virkilega að konur sem séu að máta sundföt í fatabúðum séu að hugsa; „lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“.Fagnaðu frelsiÍ lokapunkti sínum bendir Remona Aly á að á tíma sem stjórnvöld vilji ákveða fyrir þegna sína hverju megi klæðast þá sé góður tími til þess að fagna valfrelsinu og með því einu að ögra. Klæðast búrkíni og minna þar á að það eigi ekki að vera í hlutverki borgarstjóra eða forsætisráðherra í frjálsum heimi að ákveða fatastíl annarra. Hún endar á orðunum með því að vitna í kvikmyndina Braveheart; „þeir geta tekið líf okkar... en þeir geta ekki tekið búrkíni-in okkar!“Grein Remonu Aly má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Blaðakona frá The Guardian skrifaði í dag pistill til mótsvars þeirri ákvörðun þriggja bæjarstjóra í Frakklandi að banna konum þar í landi að klæðast svokölluðum búrkíni á baðströndum þeirra. Um er að ræða sundklæði sem hylja allt hold kvenna sem og hár. Andlitið er þó sýnilegt en klæðin eru vinsæl hjá múslímskum konum. Remona Aly skrifaði grein þar sem hún telur upp fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á ströndinni. Það gerði hún eftir að Manúel Valls forsætisráðherra landsins varði ákvörðun bæjarstjóranna með þeim rökum að þau brytu á gildismati frönsku þjóðarinnar þrátt fyrir að 10% hennar séu múslimar. Hún byrjar greinina með því að benda á að það hljóti að vera meira móðgandi að þurfa að vera tilneyddur til þess að horfa á rassskoruna á miðaldra fólki en konur sem kjósa að hylja hörund sitt. Næst bendir hún á að fyrir 50 árum síðan hafi mörg lönd í Evrópu sett blátt bann við bíkini á sólarströndum.Fyrirsæta og Nigella Lawson í góðu stuði í búrkíni á ströndinni.Vísir/GettyBlaðakonan telur upp fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á ströndinni en þær eru eftirfarandi;Til að ýta af stað fjölmiðlaæðiVanti þig athygli á samfélagsmiðlum sé fátt betra en að klæðast búrkíni á sólarströnd. Jafnvel það eitt að fá sér sundsprett verður að Twitter æði. Í kaldhæðni segir hún því að þarna sé komin góð leið til þess að beina sjónum fólks frá hlutum sem skipta raunverulegu máli í heiminum.Sparaðu þér að kaupa sólarvörn eða fara í vaxMeð því að klæðast búrkíni er ekki lengur nein ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvort broddar séu komnir á lappirnar eða hvort sólargeislarnir muni valda húðkrabbameini. Hægt væri að spara sér allan þann aur sem færi í að kaupa sér snyrtivörur sem tengdust slíku eða því að fara í rándýra vaxmeðferð.Aukin fjölbreytileiki í jafnréttisbaráttunaLáttu ekki henda þér út úr jafnréttisumræðunni af fólki sem heldur því fram að það sé ekki hægt að vera femínisti ef þú kýst að hylja líkama þinn. Konur séu helmingur mannkyns og einstaklingar með mismunandi smekk og skoðanir. Hún segir konur eiga að fá að ráða því sjálfar hverju þær klæðist á ströndinni, hvort sem það þýði að þær vilji sýna sig nær naktar eða hylja sig.Vektu athygli á hinu fáránlegaHverjum hefði dottið í hug að verslunarleiðangur í sunddeild M&S gæti verið talin áróður fyrir hryðjuverkastarfssemi? Blaðakonan spyr hvort einhver haldi virkilega að konur sem séu að máta sundföt í fatabúðum séu að hugsa; „lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“.Fagnaðu frelsiÍ lokapunkti sínum bendir Remona Aly á að á tíma sem stjórnvöld vilji ákveða fyrir þegna sína hverju megi klæðast þá sé góður tími til þess að fagna valfrelsinu og með því einu að ögra. Klæðast búrkíni og minna þar á að það eigi ekki að vera í hlutverki borgarstjóra eða forsætisráðherra í frjálsum heimi að ákveða fatastíl annarra. Hún endar á orðunum með því að vitna í kvikmyndina Braveheart; „þeir geta tekið líf okkar... en þeir geta ekki tekið búrkíni-in okkar!“Grein Remonu Aly má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira