Chelsea Manning dæmd í 14 daga einangrun vegna sjálfsmorðstilraunar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 22:10 Manning afplánar dóm í Fort Leavenworth herfangelsinu í Kansas. vísir/afp Chelsea Manning hefur verið dæmd til fjórtán daga einangrunarvistar vegna sjálfsmorðstilraunar sem hún reyndi í júlí og fyrir að hafa haft ómerkta bók í fangaklefa sínum. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks. Hún afplánar dóm sinn í Fort Leavenworth fangelsinu í Kansas en það er fangelsi fyrir hermenn sem hafa brotið af sér. Fangelsisyfirvöld gáfu Manning það að sök að hafa með sjálfsmorðstilraun sinni spillt þeim góða aga sem ríkir í fangelsinu. Manning er transkona en hefur ekki enn gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún hóf hormónameðferð innan veggja fangelsisins fyrir um einu og hálfu ári og fékk í síðustu viku fregnir þess efnis að herinn hefði veitt henni leyfi til þess að gangast undir aðgerð. Henni hafði um langt skeið verið neitað aðgerð en fékk loks grænt ljós eftir fimm daga hungurverkfall fyrr í mánuðinum. Fékk aðeins klukkustund til þess að undirbúa sig Manning, sem er reglulegur pistlahöfundur The Guardian, tjáði sig um málið í pistli á þriðjudag. Hún gagnrýndi meðal annars verklag fangelsisyfirvalda við refsinguna. Manning þurfti að undirbúa varnarræðu sem hún flutti fyrir stjórnina áður en hún tók ákvörðun um einangrunarvistina en fékk aðeins klukkustund til þess að líta yfir meira en hundrað blaðsíðna skýrslu um brot hennar. Hún fékk ekki að ráðfæra sig við lögmann vegna málsins. Þegar Manning blaðaði í gegnum skýrsluna sá hún jafnframt ljósmynd af sjálfri sér sem tekin var skömmu eftir sjálfsmorðstilraunina. „Þessi mynd truflaði mig. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún kvaldi mig meira en allar þær líkamlegu þjáningar og harðræði sem ég upplifað,“ skrifaði Manning í pistlinum. Manning hefur þurft að þola miklar raunir frá því hún hóf afplánun sína 2013. Henni hefur meðal annars verið meinuð læknisaðstoð, henni hefur verið hótuð einangrunarvist og var refsað fyrir að hafa haft útrunnið tannkrem í klefa sínum. Tengdar fréttir Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42 Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14 Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10 Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12 Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Chelsea Manning hefur verið dæmd til fjórtán daga einangrunarvistar vegna sjálfsmorðstilraunar sem hún reyndi í júlí og fyrir að hafa haft ómerkta bók í fangaklefa sínum. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks. Hún afplánar dóm sinn í Fort Leavenworth fangelsinu í Kansas en það er fangelsi fyrir hermenn sem hafa brotið af sér. Fangelsisyfirvöld gáfu Manning það að sök að hafa með sjálfsmorðstilraun sinni spillt þeim góða aga sem ríkir í fangelsinu. Manning er transkona en hefur ekki enn gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún hóf hormónameðferð innan veggja fangelsisins fyrir um einu og hálfu ári og fékk í síðustu viku fregnir þess efnis að herinn hefði veitt henni leyfi til þess að gangast undir aðgerð. Henni hafði um langt skeið verið neitað aðgerð en fékk loks grænt ljós eftir fimm daga hungurverkfall fyrr í mánuðinum. Fékk aðeins klukkustund til þess að undirbúa sig Manning, sem er reglulegur pistlahöfundur The Guardian, tjáði sig um málið í pistli á þriðjudag. Hún gagnrýndi meðal annars verklag fangelsisyfirvalda við refsinguna. Manning þurfti að undirbúa varnarræðu sem hún flutti fyrir stjórnina áður en hún tók ákvörðun um einangrunarvistina en fékk aðeins klukkustund til þess að líta yfir meira en hundrað blaðsíðna skýrslu um brot hennar. Hún fékk ekki að ráðfæra sig við lögmann vegna málsins. Þegar Manning blaðaði í gegnum skýrsluna sá hún jafnframt ljósmynd af sjálfri sér sem tekin var skömmu eftir sjálfsmorðstilraunina. „Þessi mynd truflaði mig. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún kvaldi mig meira en allar þær líkamlegu þjáningar og harðræði sem ég upplifað,“ skrifaði Manning í pistlinum. Manning hefur þurft að þola miklar raunir frá því hún hóf afplánun sína 2013. Henni hefur meðal annars verið meinuð læknisaðstoð, henni hefur verið hótuð einangrunarvist og var refsað fyrir að hafa haft útrunnið tannkrem í klefa sínum.
Tengdar fréttir Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42 Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14 Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10 Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12 Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42
Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14
Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10
Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12
Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47