Erlent

Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Verið er að reyna að færa Chelsea Manning úr herfangelsi yfir í ríkisfangelsi því það muni auðvelda henni að sækja meðferð vegna kynleiðréttingar. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Chuck Hagel, tók þessa ákvörðun í síðasta mánuði.

Manning situr nú í fangelsi í Fort Leavenworth sem er hermannafangelsi fyrir karlmenn. Þar afplánar hún 35 ára fangelsisdóm sem hún fékk í ágúst á síðasta ári ári fyrir að leka skjölum frá bandaríska hernum til Wikileaks. Hún gekk undir nafninu Bradley þegar dómurinn féll en óskaði stuttu síðar eftir kynleiðréttingu.

Lögmaður Manning segir að með því að færa hana yfir í ríkisfangelsi sé öryggi hennar stefnt í voða.

Ríkisfangelsi bjóða upp á meðferð vegna kynleiðréttingar en eftir slíka meðferð myndi Manning ákveða hvort hún vildi fara í aðgerð til þess að breyta sér líkamlega í konu. Herfangelsin bjóða hins vegar ekki upp á slíka meðferð. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×