Dómararnir voru mikið í sviðsljósinu í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar en þeir voru ekki upp á sitt besta og fengu harða gagnrýni.
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svo ósáttur að hann sagði eftir tapið gegn Stjörnunni að það ætti að sleppa því að spila mótið ef það væri ekki hægt að spila það með almennilegum dómurum. Stór orð.
Víkingar vildu fá bæði mark og víti í leiknum gegn Stjörnunni í gær en fengu hvorugt.
Sjá má þessi tvö atvik og umræðuna um þau í Pepsimörkunum í gær hér að ofan.

