Mörkunum hefur ekki beint rignt á Kópavogsvelli í sumar og svo lítið hefur verið skora að Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsimarkanna, kallaði völlinn bókasafnsvöllinn í Kópavogi.
Blikar hafa aðeins skorað fjögur mörk í sjö heimaleikjum í sumar en á útivelli er sagan allt önnur hjá Kópavogsbúum.
Í heildina hafa aðeins verið skoruð níu mörk í heildina á Kópavogsvelli í þessum sjö deildarleikjum.
„Það er búið að vera hundleiðinlegt að fara á Kópavogsvöll í sumar. Það er bara þannig,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsimarkanna.
Sjá má umræðuna um Blikaliðið í Pepsimörkunum hér að ofan.
Pepsimörkin: Hundleiðinlegt að fara á Kópavogsvöll
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 | Fylkismenn ná í dýrmætt stig
Blikar og Fylkismenn gerði 1-1 jafntefli í 13. umferð Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld.