Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad: „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er“ Birta Svavarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 14:34 Ibtihaj Muhammad er fyrsta bandaríska íþróttakonan sem keppir á Ólympíuleikunum íklædd hijab. Vísir/Getty Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna íklædd hijab, hefðbundinni höfuðslæðu múslimakvenna. Muhammad, sem er fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur verið hluti af bandaríska landsliðinu í skylmingum síðan 2010 og er sem stendur í áttunda sæti yfir bestu skylmingakonur heims og í öðru sæti í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig kennt forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, skylmingar. Í samtali við BBC Sport segist Muhammad vera spennt að skora á þær staðalímyndir sem fólk hefur um konur og íslam. Hún segir það vera sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar innan stjórnmálaumhverfis Bandaríkjanna í dag, en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur í kosningabaráttu sinni meðal annars sagst vilja láta reka alla múslima úr landi. Muhammad segir að það ríki mikill misskilningur í heiminum varðandi íslam. Til að mynda sé það val hvers og eins að ganga með slæðu. „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er, og minnir mig á mikilvægi þess að vera í tengslum við trú mína og uppruna. Þetta er mitt persónulega val.“ Ibtihaj Muhammad var útnefnd af tímaritinu Time sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2016. Þá hefur henni einnig verið líkt við bandaríska boxarann og mannréttindatalsmanninn Muhammad Ali, en hann lést nú fyrr á árinu. Ibtihaj Muhammad keppir fyrir hönd bandaríska skylmingalandsliðsins í dag, 8. ágúst, í Ríó. Hér að neðan má sjá viðtal við Ibtihaj hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum og grínistanum Stephen Colbert. Þau munda einnig sverðin og takast á í bráðskemmtilegum bardaga þar sem stutt er í grínið hjá þeim báðum. Donald Trump Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna íklædd hijab, hefðbundinni höfuðslæðu múslimakvenna. Muhammad, sem er fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur verið hluti af bandaríska landsliðinu í skylmingum síðan 2010 og er sem stendur í áttunda sæti yfir bestu skylmingakonur heims og í öðru sæti í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig kennt forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, skylmingar. Í samtali við BBC Sport segist Muhammad vera spennt að skora á þær staðalímyndir sem fólk hefur um konur og íslam. Hún segir það vera sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar innan stjórnmálaumhverfis Bandaríkjanna í dag, en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur í kosningabaráttu sinni meðal annars sagst vilja láta reka alla múslima úr landi. Muhammad segir að það ríki mikill misskilningur í heiminum varðandi íslam. Til að mynda sé það val hvers og eins að ganga með slæðu. „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er, og minnir mig á mikilvægi þess að vera í tengslum við trú mína og uppruna. Þetta er mitt persónulega val.“ Ibtihaj Muhammad var útnefnd af tímaritinu Time sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2016. Þá hefur henni einnig verið líkt við bandaríska boxarann og mannréttindatalsmanninn Muhammad Ali, en hann lést nú fyrr á árinu. Ibtihaj Muhammad keppir fyrir hönd bandaríska skylmingalandsliðsins í dag, 8. ágúst, í Ríó. Hér að neðan má sjá viðtal við Ibtihaj hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum og grínistanum Stephen Colbert. Þau munda einnig sverðin og takast á í bráðskemmtilegum bardaga þar sem stutt er í grínið hjá þeim báðum.
Donald Trump Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira