Erlent

Fjörutíu sjúkir eftir að síberísk hitabylgja leysti miltisbrand úr læðingi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Talið er að bakterían hafi komið úr freðnum hræum hreindýra sem drápust í faraldrinum árið 1968.
Talið er að bakterían hafi komið úr freðnum hræum hreindýra sem drápust í faraldrinum árið 1968. vísir/getty
Minnst fjörutíu síberískir hirðingjar hafa veikst af miltisbrandi á undanfarna daga. Bakterían hefur einnig dregið 1.500 hreindýr til dauða.

Veðurfar í norðurhluta Síberíu hefur verið óvanalegt að undanförnu. Hitabylgja hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hefur hitastig í Yamal freðmýrinni, sem situr fyrir norðan heimskautsbaug, farið upp í 35°C. Meðalhiti á svæðinu á þessum árstíma er vanalega rétt yfir tuttugu gráður.

Hitinn hefur meðal annars haft það í för með sér að jarðsvæði hafa þiðnað þar sem vanalega er frost allt árið um kring. Fylgifiskur þess er að bakterían hefur drepið úr dróma. Miltisbrandsfaraldur átti sér síðast stund á þessum slóðum árið 1968.

Líkt og áður segir hafa um 1.500 hreindýr fallið eftir að hafa smitast. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á svæðinu og hirðingjum verið fyrirskipað að yfirgefa það án tafar. Talið er að sóttkvíin muni vara fram í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×