Rúnar Már afgreiddi KR-inga út í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 18:45 Rúnar Már Sigurjónsson í fyrri leiknum. vísir/anton brink Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson fór heldur betur illa með landa sína í kvöld en hann átti frábæran leik þegar liðs hans Grasshopper sló KR-inga út úr forkeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk svissneska liðsins í 2-1 sigri á KR en Grasshopper vann þar með samanlagt 5-4. Grasshopper mætir Apollon Limassol frá Kýpur í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar Már kom Grasshopper í 1-0 á lokamínútu fyrir hálfleiks en Morten Beck Andersen jafnaði metin eftir aðeins sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Morten Beck Andersen var þarna að skora í þriðja leiknum í röð en hann skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og varð markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppninni í ár. Rúnar Már Sigurjónsson var ekki hættur. Íslenski miðjumaðurinn var aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann kom Grasshopper í 2-1 en Rúnar var búinn að vera KR-ingum afar erfiður allan leikinn. Eftir að Rúnar Már kom Grasshopper yfir þurftu KR-ingar að skora tvö mörk til þess að komast áfram. KR-liðið kom boltanum reyndar í markið en það var dæmt af vegna brots í teignum. KR tókst ekki að skora fleiri mörk og Evrópuævintýri Vesturbæinga er á enda. Rúnar Már lagði líka upp eitt marka Grasshopper í 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á KR-vellinum en þetta voru hans fyrstu keppnisleikir með liðinu síðan að Svisslendingarnir keyptu hann frá Sundsvall í Svíþjóð. Tap KR í kvöld þýðir að öll íslensku karlaliðin eru úr leik í Evrópukeppnunum í ár en FH féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Þetta var fyrsta tap KR-liðsins síðan að Willum Þór Þórsson tók við þjálfun liðsins af Bjarna Guðjónssyni. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson fór heldur betur illa með landa sína í kvöld en hann átti frábæran leik þegar liðs hans Grasshopper sló KR-inga út úr forkeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði bæði mörk svissneska liðsins í 2-1 sigri á KR en Grasshopper vann þar með samanlagt 5-4. Grasshopper mætir Apollon Limassol frá Kýpur í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Rúnar Már kom Grasshopper í 1-0 á lokamínútu fyrir hálfleiks en Morten Beck Andersen jafnaði metin eftir aðeins sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Morten Beck Andersen var þarna að skora í þriðja leiknum í röð en hann skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og varð markahæsti KR-ingurinn í Evrópukeppninni í ár. Rúnar Már Sigurjónsson var ekki hættur. Íslenski miðjumaðurinn var aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann kom Grasshopper í 2-1 en Rúnar var búinn að vera KR-ingum afar erfiður allan leikinn. Eftir að Rúnar Már kom Grasshopper yfir þurftu KR-ingar að skora tvö mörk til þess að komast áfram. KR-liðið kom boltanum reyndar í markið en það var dæmt af vegna brots í teignum. KR tókst ekki að skora fleiri mörk og Evrópuævintýri Vesturbæinga er á enda. Rúnar Már lagði líka upp eitt marka Grasshopper í 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á KR-vellinum en þetta voru hans fyrstu keppnisleikir með liðinu síðan að Svisslendingarnir keyptu hann frá Sundsvall í Svíþjóð. Tap KR í kvöld þýðir að öll íslensku karlaliðin eru úr leik í Evrópukeppnunum í ár en FH féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Þetta var fyrsta tap KR-liðsins síðan að Willum Þór Þórsson tók við þjálfun liðsins af Bjarna Guðjónssyni.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Conor: Ég grét af gleði Sport „Stór mistök hjá mér“ Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira