Árásin í München: Armela og Dijamant voru í hópi fórnarlamba Solboly Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 16:30 Naim Zabergja missti son sinn Dijamant í árásinni í München í gær. Vísir/AFP Hin fjórtán ára Armela Segashi og hinn tvítugi Dijamant Zabergja frá Kósóvó voru í hópi fórnarlamba hins átján ára Ali David Solboly sem varð níu manns að bana og særði 27, þar af tíu alvarlega, í og í kringum verslunarmiðstöð í München í gær. „Það er með mikilli sorg sem ég greini frá því að sonur minn, Dijamant Zabergja, 21, var drepinn í München í gær.” Þetta ritar Naim Zabergja, faðir Dijamant á Facebook-síðu sína í dag. Reuters greinir frá þessu. Dijamant Zabergja var eitt af fyrstu fórnarlömbum árásarinnar sem var nafngreint. Naim Zabergja fór að verslunarmiðstöðinni Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. Dijamant var einn af þremur Kósóvómönnum sem var skotinn til bana af hinum átján ára árásarmanni.Á meðal yngstu fórnarlambanna Armela var á meðal yngstu fórnarlamba árásarinnar. Bróðir hennar birti mynd af systur sinni á Facebook um miðnætti þar sem hann sagði hana hafa verið í kringum verslunarmiðstöðina í gær og að fjölskyldan hafði ekkert heyrt í henni frá því að fréttir bárust af árásinni. Í morgun greindi hann svo frá því að Armela hefði fallið í árás Solboly. „Armela – ástkær dóttir okkar, systir og vinur var drepin í árásinni í München í dag. Við elskum þig engill,“ skrifaði bróðirinn í morgun.Ung fórnarlömbAlls fórust níu manns í árásinni auk árásarmannsins sjálfs sem talinn er að hafi fyrirfarið sér skömmu eftir árásina. Átta hinna látnu voru tvítugir eða yngri, en yngstu fórnarlömbin voru fjórtán ára. Árásarmaðurinn var Þjóðverji af írönskum uppruna sem var fæddur og upp alinn í München. Hann bjó á heimili foreldra sinna í hverfinu Bezirk Maxvorstadt og hafði ekki áður komið við sögu lögreglu. Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Hin fjórtán ára Armela Segashi og hinn tvítugi Dijamant Zabergja frá Kósóvó voru í hópi fórnarlamba hins átján ára Ali David Solboly sem varð níu manns að bana og særði 27, þar af tíu alvarlega, í og í kringum verslunarmiðstöð í München í gær. „Það er með mikilli sorg sem ég greini frá því að sonur minn, Dijamant Zabergja, 21, var drepinn í München í gær.” Þetta ritar Naim Zabergja, faðir Dijamant á Facebook-síðu sína í dag. Reuters greinir frá þessu. Dijamant Zabergja var eitt af fyrstu fórnarlömbum árásarinnar sem var nafngreint. Naim Zabergja fór að verslunarmiðstöðinni Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. Dijamant var einn af þremur Kósóvómönnum sem var skotinn til bana af hinum átján ára árásarmanni.Á meðal yngstu fórnarlambanna Armela var á meðal yngstu fórnarlamba árásarinnar. Bróðir hennar birti mynd af systur sinni á Facebook um miðnætti þar sem hann sagði hana hafa verið í kringum verslunarmiðstöðina í gær og að fjölskyldan hafði ekkert heyrt í henni frá því að fréttir bárust af árásinni. Í morgun greindi hann svo frá því að Armela hefði fallið í árás Solboly. „Armela – ástkær dóttir okkar, systir og vinur var drepin í árásinni í München í dag. Við elskum þig engill,“ skrifaði bróðirinn í morgun.Ung fórnarlömbAlls fórust níu manns í árásinni auk árásarmannsins sjálfs sem talinn er að hafi fyrirfarið sér skömmu eftir árásina. Átta hinna látnu voru tvítugir eða yngri, en yngstu fórnarlömbin voru fjórtán ára. Árásarmaðurinn var Þjóðverji af írönskum uppruna sem var fæddur og upp alinn í München. Hann bjó á heimili foreldra sinna í hverfinu Bezirk Maxvorstadt og hafði ekki áður komið við sögu lögreglu.
Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33
Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10
Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12