Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 10:10 Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Vísir/AFP Lögregla í þýsku borginni München hefur beðið almenning um að senda sér allar þær myndir, myndskeið og hljóðupptökur sem til eru af árásinni í verslunarmiðstöðinni í borginni síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að tíu manns hafi farist og 27 særst, þar af tíu alvarlega, eftir að átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna hljóp um og skaut gesti verslunarmiðstöðvarinnar Olympia-Einkaufszentrum. Þrjú fórnarlambanna eru konur og hinir karlmenn. Tvö fórnarlambanna voru fimmtán ára, þrír fjórtán ára, eitt sautján ára, eitt nítján ára, eitt tvítugt og einn 45 ára. Öll voru þau frá München. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og fannst látinn nokkru síðar þar sem hann hafði svipt sig lífi. Ekkert kveðjubréf hefur fundist, en hann var vopnaður 9mm Glock skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir.Fæddur og uppalinn í München Greint var frá því að pilturinn hafi verið einn að verki og ekki haft nein tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann hafi verið fæddur og uppalinn í München. Lögregla mun á næstu dögum ræða við fjölskyldu og vini piltsins til að fá frekari upplýsingar, en hann mun hafa glímt við þunglyndi og leitað hjálpar vegna veikindanna. Hann hafi ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrar dreingsins voru í of miklu áfalli í gær til að hægt hafi verið að yfirheyra þá. Lögregla greindi jafnframt frá því að hann hafi verið heltekinn af fjöldamorðum og skotárásum í skólum. Þannig hafi fundist greinar um slíkt á heimili piltsins.Merkel frestar fríi Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur fyrirskipað að öllum fánum við opinberar byggingar verði flaggað í hálfa stöng til að minnast hinna látnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur frestað fyrirhuguðu sumarfríi sínu í Ölpunum til að funda með þjóðaröryggisráði landsins og mun ávarpa þjóð sína síðar í dag.Óhætt að opna verslanir Lögregla segir að óhætt sé að opna verslanir í borginni og mun verslunarmiðstöðin þar sem árásin átti sér stað, Olympia-Einkaufszentrum, opna á ný innan skamms. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju eftir að þær lágu niðri þegar lögregluaðgerð gærdagsins stóð yfir. Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Á fréttamannafundi morgunsins var greint frá því að 4.300 símtöl hafi borist neyðarlínunni í tengslum við árásina. Tengdar fréttir Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Lögregla í þýsku borginni München hefur beðið almenning um að senda sér allar þær myndir, myndskeið og hljóðupptökur sem til eru af árásinni í verslunarmiðstöðinni í borginni síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því á fréttamannafundi í morgun að tíu manns hafi farist og 27 særst, þar af tíu alvarlega, eftir að átján ára Þjóðverji af írönskum uppruna hljóp um og skaut gesti verslunarmiðstöðvarinnar Olympia-Einkaufszentrum. Þrjú fórnarlambanna eru konur og hinir karlmenn. Tvö fórnarlambanna voru fimmtán ára, þrír fjórtán ára, eitt sautján ára, eitt nítján ára, eitt tvítugt og einn 45 ára. Öll voru þau frá München. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og fannst látinn nokkru síðar þar sem hann hafði svipt sig lífi. Ekkert kveðjubréf hefur fundist, en hann var vopnaður 9mm Glock skammbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir.Fæddur og uppalinn í München Greint var frá því að pilturinn hafi verið einn að verki og ekki haft nein tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hann hafi verið fæddur og uppalinn í München. Lögregla mun á næstu dögum ræða við fjölskyldu og vini piltsins til að fá frekari upplýsingar, en hann mun hafa glímt við þunglyndi og leitað hjálpar vegna veikindanna. Hann hafi ekki komið við sögu lögreglu áður. Foreldrar dreingsins voru í of miklu áfalli í gær til að hægt hafi verið að yfirheyra þá. Lögregla greindi jafnframt frá því að hann hafi verið heltekinn af fjöldamorðum og skotárásum í skólum. Þannig hafi fundist greinar um slíkt á heimili piltsins.Merkel frestar fríi Innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur fyrirskipað að öllum fánum við opinberar byggingar verði flaggað í hálfa stöng til að minnast hinna látnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur frestað fyrirhuguðu sumarfríi sínu í Ölpunum til að funda með þjóðaröryggisráði landsins og mun ávarpa þjóð sína síðar í dag.Óhætt að opna verslanir Lögregla segir að óhætt sé að opna verslanir í borginni og mun verslunarmiðstöðin þar sem árásin átti sér stað, Olympia-Einkaufszentrum, opna á ný innan skamms. Almenningssamgöngur hafa verið teknar upp að nýju eftir að þær lágu niðri þegar lögregluaðgerð gærdagsins stóð yfir. Fjölmargir hafa komið fyrir blómum og kertum fyrir utan verslunarmiðstöðina til að minnast hinna látnu. Á fréttamannafundi morgunsins var greint frá því að 4.300 símtöl hafi borist neyðarlínunni í tengslum við árásina.
Tengdar fréttir Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Skotárás í verslunarmiðstöð í München Verslunarmiðstöðin er í borgarhlutanum Moosach og hefur lögregla girt af svæði í kringum verslunarmiðstöðina. 22. júlí 2016 16:41