Árni: Sexí að koma heim og berjast um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2016 21:53 Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15