Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. júlí 2016 07:00 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, þvertekur fyrir það að vera andvígur tjáningarfrelsinu. Vísir/EPA Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira