Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. júlí 2016 07:00 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, þvertekur fyrir það að vera andvígur tjáningarfrelsinu. Vísir/EPA Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira