Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. júlí 2016 07:00 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, þvertekur fyrir það að vera andvígur tjáningarfrelsinu. Vísir/EPA Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins verður numinn úr gildi næstu þrjá mánuðina hið minnsta, meðan neyðarlög eru í gildi í landinu. Þetta fullyrti Numan Kurtulumus, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, í viðtali við ríkisfréttastofuna Anadolu. Recep Tayyip Erdogan forseti segir að það ráðist af vilja þjóðarinnar hvort dauðarefsing verði lögleidd að nýju. Ákvörðunina muni þjóðþingið taka, en ekki hann sjálfur. Ef það þýðir að Tyrkland geti aldrei fengið aðild að Evrópusambandinu, þá verði bara að hafa það. „Heimurinn er ekki bara Evrópusambandið,“ sagði hann í viðtali við fréttastofuna Al Jazeera, og benti á að dauðarefsing væri í gildi í Bandaríkjunum, Rússlandi og víðar. „Í 53 ár höfum við bankað á dyrnar hjá Evrópusambandinu. Ef þjóð ákveður þetta þá eiga öll ríki sem hafa trú á lýðræðinu að virða það.“ Í viðtalinu sagðist hann telja að uppreisnin hefði ekki endanlega verið brotin á bak aftur. Hann ítrekaði ásakanir sínar á hendur Gülen-hreyfingunni, sem hann telur hafa staðið að valdaránstilrauninni sem brotin var á bak aftur um síðustu helgi. Hann sagði líka vel hugsanlegt að önnur ríki hefðu átt þar hlut að máli. Hann sakaði liðsmenn Gülen-hreyfingarinnar um persónudýrkun og sagði að þeim væri engan veginn treystandi. Fetúlla Gülen var reyndar lengi vel náinn bandamaður Erdogans, en svo virðist sem Erdogan hafi snúist harðlega gegn Gülen og hreyfingu hans fyrir fjórum árum eða svo, í beinu framhaldi af opinberum rannsóknum á hendur flokksfélögum og ættingjum Erdogans fyrir spillingu. Eftir það snerist Erdogan til varnar og tók að láta reka og handtaka dómara, lögreglumenn, aðra embættismenn og yfirmenn í hernum. Þá var spjótunum beint sérstaklega gegn fjölmiðlum, sem höfðu leyft sér að gagnrýna Erdogan og stjórn hans. Þessir fjölmiðlar hafa flestir verið á snærum Gülen-hreyfingarinnar og svo virðist sem Erdogan telji flesta sem eru andsnúnir honum í landinu tengjast þeirri hreyfingu. Erdogan þvertók hins vegar, í viðtalinu við Al Jazeera, fyrir að vera andvígur tjáningarfrelsinu, en tjáningarfrelsið ættu menn ekki að nota til að ráðast á aðra. Svo sagði hann spyrjandann, fréttamann frá Al Jazeera, vera í góðri aðstöðu til að svara því hvort fjölmiðlar væru ekki frjálsir í Tyrklandi, enda starfaði Al Jazeera þar í landi. Og í lok viðtalsins þakkaði hann Al Jazeera sérstaklega fyrir að hafa fjallað af nærfærni um atburðina. „Við verðum áfram innan lýðræðislegs þingfyrirkomulags, við munum aldrei víkja frá því,“ sagði Erdogan í viðtali við fréttastöðina Al Jazeera. „Hins vegar,“ bætti hann við, „verður allt gert sem nauðsynlegt er til að tryggja frið og stöðugleika í landinu.“ Flugmennirnir handteknirTveir tyrkneskir herflugmenn, sem tóku þátt í að skjóta niður rússneska herþotu í nóvember síðastliðnum, hafa verið handteknir í tengslum við valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. Samskipti Rússlands og Tyrklands versnuðu mjög í kjölfarið, en hafa skánað mjög eftir að Erdogan Tyrklandsforseti bað Rússa nýverið afsökunar á þessu. Erdogan hyggst hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í byrjun næsta mánaðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira