Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2016 08:31 Recep Tayyip Redogan, forseti Tyrklands. ) Vísir/EPA Wikileaks hefur gert tæplega þrjúhundruð þúsund tölvupósta frá Réttlætis- og uppbyggingarflokknum, AKP, í Tyrklandi aðgengilega á netinu. Flokkurinn er í meirihluta á tyrkneska þinginu og hið pólitíska afl á bakvið forseta landsins Recep Tayyip Erdogan. Tyrkland hefur verið í brennidepli frá því um helgina þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán í landinu á meðan forsetinn var í burtu í fríi. Valdaránið misheppnaðist og hafa stjórnvöld tekið að fangelsa kennara og fulltrúa dómsvalds auk mörg þúsund hermanna sem taldir eru tengjast uppreisnarmönnum. Samkvæmt upplýsingum frá Wikileaks er aðeins um fyrsta hluta tölvupóstana að ræða sem gerðir verða aðgengilegir hinum almenna borgara en póstarnir tilheyra flokksmönnum sem byrja á stöfum frá a til i í stafrófinu. Wikileaks komst yfir efnið um viku fyrir hið misheppnaða valdarán hluta tyrkneska hersins. Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Samtökin segjast hafa gengið úr skugga um að bæði efnið sé sannanlega frá hinum tyrkneska stjórnmálaflokki og að heimildarmaðurinn sé sá sem hann segist vera. Er sérstaklega tekið fram að heimildarmaðurinn tengist ekki þeim sem stóðu að valdaráninu eða flokki í stjórnarandstöðu í Tyrklandi. Elsti pósturinn er frá árinu 2010 en sá nýjasti frá því 6. júlí á þessu ári.Hér er hægt að leita í gagnagrunni Wikileaks í póstum flokksmanna.RELEASE: 294,548 emails from Turkey's ruling political party, Erdoğan's AKP #AKPemails https://t.co/1Yof7YZpH7 pic.twitter.com/vFw8KLMIsX— WikiLeaks (@wikileaks) July 20, 2016 Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Wikileaks hefur gert tæplega þrjúhundruð þúsund tölvupósta frá Réttlætis- og uppbyggingarflokknum, AKP, í Tyrklandi aðgengilega á netinu. Flokkurinn er í meirihluta á tyrkneska þinginu og hið pólitíska afl á bakvið forseta landsins Recep Tayyip Erdogan. Tyrkland hefur verið í brennidepli frá því um helgina þegar hluti tyrkneska hersins reyndi að fremja valdarán í landinu á meðan forsetinn var í burtu í fríi. Valdaránið misheppnaðist og hafa stjórnvöld tekið að fangelsa kennara og fulltrúa dómsvalds auk mörg þúsund hermanna sem taldir eru tengjast uppreisnarmönnum. Samkvæmt upplýsingum frá Wikileaks er aðeins um fyrsta hluta tölvupóstana að ræða sem gerðir verða aðgengilegir hinum almenna borgara en póstarnir tilheyra flokksmönnum sem byrja á stöfum frá a til i í stafrófinu. Wikileaks komst yfir efnið um viku fyrir hið misheppnaða valdarán hluta tyrkneska hersins. Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Samtökin segjast hafa gengið úr skugga um að bæði efnið sé sannanlega frá hinum tyrkneska stjórnmálaflokki og að heimildarmaðurinn sé sá sem hann segist vera. Er sérstaklega tekið fram að heimildarmaðurinn tengist ekki þeim sem stóðu að valdaráninu eða flokki í stjórnarandstöðu í Tyrklandi. Elsti pósturinn er frá árinu 2010 en sá nýjasti frá því 6. júlí á þessu ári.Hér er hægt að leita í gagnagrunni Wikileaks í póstum flokksmanna.RELEASE: 294,548 emails from Turkey's ruling political party, Erdoğan's AKP #AKPemails https://t.co/1Yof7YZpH7 pic.twitter.com/vFw8KLMIsX— WikiLeaks (@wikileaks) July 20, 2016
Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00 Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00
Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Erdogan Tyrklandsforseti og klerkurinn Fetúla Gülen voru í eina tíð bandamenn. Nú eru aðrir tímar og Erdogan segir Gülen hafa staðið á bak við valdaránstilraun hersins í Tyrklandi. Gülen segir ekkert hæft í því. Herferð Erdogans gegn 19. júlí 2016 07:00
Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Hermenn, lögregluþjónar, dómarar, embættismenn og kennarar hafa lent í hreinsunum stjórnvalda í Tyrklandi. 19. júlí 2016 20:00