Erlent

Um þúsund manns á flótta undan tyrkneskum yfirvöldum

Birgir Olgeirsson skrifar
Mehmet Simsek, varaforsætisráðherra Tyrklands.
Mehmet Simsek, varaforsætisráðherra Tyrklands. Vísir/Getty
Rúmlega þúsund manns úr tyrkneska hernum eru á flótta undan tyrkneskum yfirvöldum eftir valdaránstilraunina síðastliðinn föstudag. Þetta er haft eftir varaforsætisráðherra Tyrklands, Mehmet Simsek, á vef ITV-fréttastofunnar en þar lofar hann að yfirvöld muni fara rannsaka starfsmenn fjármálaráðuneytis og seðlabanka Tyrklands í þaula til að finna einhverja sem mögulega áttu aðild í valdaránstilrauninni.

50 þúsund manns hafa hafa annað hvort verið reknir eða vikið úr starfi úr opinbera geiranum í Tyrklandi vegna meintrar aðildar að valdaránstilrauninni. Margir eru í haldi og bíða dóms og hefur fræðimönnum verið bannað að ferðast frá landinu.

Simsek útilokaði á blaðamannafundi í dag að yfirvöld myndu beita útgöngubanni eða pyndingum á meðan neyðarástand, sem Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands boðaði í gær í kjölfar valdaránstilraunarinnar, ríkir í landinu.

Hann ítrekað ásakanir á hendur Gulen-hreyfingarinnar, sem er leidd af kerkinum Fethullah Gulen, þess efnis að hún stæði að baki valdaránstilrauninni. Hann sagði AK-flokkinn, sem ræður ríkjum í Tyrklandi, hafa veitt Gulen-hreyfingunni frelsi til athafna undanfarin ár en að sú afstaða flokksins hefði breyst.

„Um leið og Erdogan forseti sá ógnina sem stafar af stuðningsmönnum Gulen brást hann við því. Við héldum að þau væru að gera landinu gott.“ Gulen hefur staðfastlega neitað allri aðild að valdaránstilrauninni.


Tengdar fréttir

Lið Erdogans fer hamförum

Um fimmtíu þúsund manns hafa verið handteknir eða reknir úr starfi í Tyrklandi. Fræðimönnum er bannað að yfirgefa landið. Lokað fyrir Facebook eftir að Wikileaks birti tölvupósta frá flokki Erdogans.

Mario Gomez flýr Tyrkland vegna ástandsins

Þýski landsliðsframherjinn Mario Gomez hefur spilað sinn síðasta leik fyrir tyrkneska félagið Besiktas en ástæðan er ótryggt ástand í landinu eftir valdaránstilraunina á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×