Íslenski boltinn

Gary Martin fer til Lilleström á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin í baráttu við Indriða Sigurðsson, fyrirliða KR, í leiknum í Víkinni í kvöld.
Martin í baráttu við Indriða Sigurðsson, fyrirliða KR, í leiknum í Víkinni í kvöld. vísir/hanna
Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström.

Víkingur er búinn að samþykkja tilboð norska liðsins í Martin sem hefur skorað fimm mörk í 12 deildarleikjum með Víkingi í sumar.

Um er að ræða lánssamning og Lilleström á svo forkaupsrétt á Martin eftir tímabilið.

Martin á sjálfur eftir að semja við Lilleström þar sem hann mun dvelja næstu dagana. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari Martins hjá KR, stýrir Lilleström en hann er á sínu öðru tímabili hjá norska liðinu.

Víkingur vann sögulegan sigur á KR í kvöld og er kominn upp í 6. sæti Pepsi-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×