Chelsea Clinton kynnti móður sína á svið eftir hjartnæma ræðu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júlí 2016 15:28 Mæðgurnar, Chelsea og Hillary Clinton, fögnuðu saman í gær. Chelsea Clinton, dóttir þeirra Hillary og Bill Clinton, lagði ríka áherslu á að kynna mýkri og hlýrri hlið móður sinnar á lokadegi flokksþings demókrata þegar hún kynnti móður sína á svið í nótt. Hillary Clinton tók formlega við útnefningu Demókrataflokksins í gær. Clinton yngri sagðist afar stolt af móður sinni og lýsti henni sem dásamlegri móður og ömmu. „Hún hefur alltaf, alltaf verið til staðar fyrir mig, sama hvað hefur komið upp í mínu lífi,“ sagði Chelsea. Hún sagði foreldra sína alltaf hafa staðið við bakið á henni og kennt henni mikilvæg gildi í lífinu. „Þessi tilfinning, að finna fyrir því að maður sé elskaður og að maður sé metinn að verðleikum, það er tilfinning sem mamma vill að öll börn upplifi. Það er köllun hennar í lífinu.“ Hún sagði fólk gjarnan spyrja hvernig móðir hennar gæti haldið áfram, jafnvel þegar á móti blæs í hinu mikla umróti sem fylgir lífi í stjórnmálum. „Svarið er: Það er vegna þess að hún gleymir aldrei fyrir hvern hún er að berjast.“ Chelsea nefndi ýmis afrek móður sinnar í starfi, til að mynda baráttu hennar fyrir kvenréttindum þegar hún var forsetafrú og síðar þegar hún varð utanríkisráðherra. „Kvenréttindi eru mannréttindi,“ sagði Chelsea og vitnaði í orð móður sinnar. En árið 1995 hélt Hillary Clinton, þá forsetafrú, ræðu á fjórða heimsfundi Sameinuðu þjóðanna um kvenréttindi sem bar heitið; Kvenréttindi eru mannréttindi. „Í nóvember kýs ég konu sem er fyrirmyndin mín sem móðir og baráttumaður,“ sagði Chelsea í lokaorðum ræðu sinnar. „Konu sem hefur varið öllu lífi sínu í að vinna fyrir börn og fjölskyldur.“ Að lokum kynnti hún á svið móður sína, hetjuna sína og „okkar næsta forseta, Hillary Clinton.“ Ræðuna má sjá í heild hér að neðan auk þess sem birt var stutt myndband af æviskeiði forsetaframbjóðandans. Tengdar fréttir Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Chelsea Clinton, dóttir þeirra Hillary og Bill Clinton, lagði ríka áherslu á að kynna mýkri og hlýrri hlið móður sinnar á lokadegi flokksþings demókrata þegar hún kynnti móður sína á svið í nótt. Hillary Clinton tók formlega við útnefningu Demókrataflokksins í gær. Clinton yngri sagðist afar stolt af móður sinni og lýsti henni sem dásamlegri móður og ömmu. „Hún hefur alltaf, alltaf verið til staðar fyrir mig, sama hvað hefur komið upp í mínu lífi,“ sagði Chelsea. Hún sagði foreldra sína alltaf hafa staðið við bakið á henni og kennt henni mikilvæg gildi í lífinu. „Þessi tilfinning, að finna fyrir því að maður sé elskaður og að maður sé metinn að verðleikum, það er tilfinning sem mamma vill að öll börn upplifi. Það er köllun hennar í lífinu.“ Hún sagði fólk gjarnan spyrja hvernig móðir hennar gæti haldið áfram, jafnvel þegar á móti blæs í hinu mikla umróti sem fylgir lífi í stjórnmálum. „Svarið er: Það er vegna þess að hún gleymir aldrei fyrir hvern hún er að berjast.“ Chelsea nefndi ýmis afrek móður sinnar í starfi, til að mynda baráttu hennar fyrir kvenréttindum þegar hún var forsetafrú og síðar þegar hún varð utanríkisráðherra. „Kvenréttindi eru mannréttindi,“ sagði Chelsea og vitnaði í orð móður sinnar. En árið 1995 hélt Hillary Clinton, þá forsetafrú, ræðu á fjórða heimsfundi Sameinuðu þjóðanna um kvenréttindi sem bar heitið; Kvenréttindi eru mannréttindi. „Í nóvember kýs ég konu sem er fyrirmyndin mín sem móðir og baráttumaður,“ sagði Chelsea í lokaorðum ræðu sinnar. „Konu sem hefur varið öllu lífi sínu í að vinna fyrir börn og fjölskyldur.“ Að lokum kynnti hún á svið móður sína, hetjuna sína og „okkar næsta forseta, Hillary Clinton.“ Ræðuna má sjá í heild hér að neðan auk þess sem birt var stutt myndband af æviskeiði forsetaframbjóðandans.
Tengdar fréttir Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37
Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi. 29. júlí 2016 07:00
Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent