Erlent

„Sannfærðir“ um að stærri árás var í undirbúningi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
David Brown á minningarathöfn þar sem mannanna fimm var minnst.
David Brown á minningarathöfn þar sem mannanna fimm var minnst. vísir/epa

Micah Johnson, maðurinn sem myrti fimm lögreglumenn í Dallas í liðinni viku, var að undirbúa enn stærri árás. Þetta kemur fram í máli lögreglustjórans David Brown.

Johnson var reiður eftir að lögreglumenn felldu tvo þeldökka menn í borgunum Baton Rouge og Minnesota. Hann hafði áður þjónað í hernum.
Brown var í viðtali á CNN. Það kom fram að hann væri „sannfærður“ um að Johnson hefði verið að undirbúa stærri voðaverk gagnvart laganna vörðum.

Á heimili mannsins fannst efni til sprengjugerðar auk dagbókar. „Það er augljóst að maðurinn var þjakaður af einhverjum ranghugmyndum. Það er margt í bókinni sem við áttum okkur ekki á þar sem hann skrifar eitthvað samhengislaust.“

Meðal verkefna rannsakenda á komandi dögum er að átta sig á því hvað stafirnir RB tákna en þeir höfðu verið skrifaðir á vegg íbúðar Johnson. Blekið sem notað var til verksins var blóð.


Tengdar fréttir

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.