Erlent

„Sannfærðir“ um að stærri árás var í undirbúningi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
David Brown á minningarathöfn þar sem mannanna fimm var minnst.
David Brown á minningarathöfn þar sem mannanna fimm var minnst. vísir/epa
Micah Johnson, maðurinn sem myrti fimm lögreglumenn í Dallas í liðinni viku, var að undirbúa enn stærri árás. Þetta kemur fram í máli lögreglustjórans David Brown.

Johnson var reiður eftir að lögreglumenn felldu tvo þeldökka menn í borgunum Baton Rouge og Minnesota. Hann hafði áður þjónað í hernum.

Brown var í viðtali á CNN. Það kom fram að hann væri „sannfærður“ um að Johnson hefði verið að undirbúa stærri voðaverk gagnvart laganna vörðum.

Á heimili mannsins fannst efni til sprengjugerðar auk dagbókar. „Það er augljóst að maðurinn var þjakaður af einhverjum ranghugmyndum. Það er margt í bókinni sem við áttum okkur ekki á þar sem hann skrifar eitthvað samhengislaust.“

Meðal verkefna rannsakenda á komandi dögum er að átta sig á því hvað stafirnir RB tákna en þeir höfðu verið skrifaðir á vegg íbúðar Johnson. Blekið sem notað var til verksins var blóð.


Tengdar fréttir

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×