Erlent

Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum.
Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. Vísir/Getty
Búist er við Theresa May, væntanlegur forsætisráðherra Bretlands, muni skipa konur í lykilstöður í ríkistjórn sinni sem tekur við völdum í vikunni. Sjálf er hún yfirlýstur femínisti og hefur barist fyrir því að konur fái aukin völd í bresku samfélagi.

Reiknað er með nánir samstarfsaðilar May, Amber Rudd orkumálaráðherra og Justine Greening þróunarmálaráðherra verði skipaðar í æðstu ráðherraembættin í ríkisstjórn Bretlands.

Hvíslað er um innan bresku stjórnsýslunnar að kona verði í fyrsta sinn skipuð fjármálaráðherra en þó þykir líklegt að Philip Hammond utanríkisráðherra eða Chris Gayling þingforseti hreppi stöðuna.

Sjá einnig: Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu

Er það ætlun að May að auka fjölda kvenna í ráðherrastöðum en hún barðist fyrir því á sínum tíma að David Cameron myndi auka fjölda þeirra í ríkisstjórn sinni en þriðjungur ráðherra í ríkisstjórn Cameron voru konur.

May hefur lengi barist fyrir því að konur fái fleiri og betri tækifæri og stofnaði hún meðal annars Women2Win, samtök sem vinna að því að fjölga kvenkyns þingmönnum.

Tilkynnt verður um skipan nýrrar ríkistjórnar Bretlands á morgun, miðvikudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×