Íslenski boltinn

Jeppe á leið í Vesturbæinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jeppe í leik gegn FH fyrr í sumar.
Jeppe í leik gegn FH fyrr í sumar. vísir/stefán

Danski framherjinn Jeppe Hansen er á förum til KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Eins og fram kom á Vísi í gær hefur Jeppe fengið leyfi til að yfirgefa Stjörnuna sem hann hefur leikið að mestu með frá 2014.

Jeppe er ósáttur við lítinn spiltíma í Garðabænum en hann hefur aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliði Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar.

Í frétt Fótbolta.net kemur fram að Stjarnan hafi samþykkt tilboð KR í hinn 27 ára gamla Jeppe sem hefur skorað 16 mörk í 37 deildarleikjum fyrir Stjörnuna.

KR-ingum hefur gengið skelfilega upp við mark andstæðinganna í sumar og aðeins skorað átta mörk í deildinni, fæst allra liða. Framherjar liðsins, þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen, eiga enn eftir að skora deildarmark á tímabilinu.

KR er í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með 10 stig eftir 10 umferðir. Vesturbæjarliðið mætir Grasshoppers frá Sviss á Alvogen-vellinum í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.