Ásmundur: Ingólfur fer frjálslega með staðreyndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2016 18:13 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ingólfur Sigurðsson á förum frá 1. deildarliði Fram. Ingólfur var kallaður á fund í gær þar sem honum var tjáð að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann þykir svo slæmur í hóp.433.is greindi fyrst frá málinu en í samtali við vefsíðuna sakar Ingólfur Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að hafa grafið undan sér. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu fyrir skemmstu þar sem hann skýrði sína hlið á málinu. Ásmundur segir rétt að Ingólfur sé á förum frá Fram en það sé rangt að brotthvarf hans megi rekja til umkvartana Hlyns Atla. „Þetta mál er einfaldlega þannig að leikmaður er tekinn á fund þar sem honum er tjáð að hann megi leita annað og best sé að klára málið strax með þeim hætti,“ sagði Ásmundur sem tók við þjálfun Fram í vetur. „Við erum ekki alveg nógu ánægðir með spilamennsku liðsins en það er ekkert Ingólfi einum og sér að kenna. Hann hefur átt sína spretti og gert vel á köflum. Við erum að fara yfir sviðið og reyna að vega og meta hvað sé best fyrir liðið. Þetta er eitt af því. „Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um einstaka leikmenn og persónuleg mál en það er alveg ljóst að maður tekur ekki svona ákvarðanir léttvægt. Þótt einn leikmaður kvarti yfir öðrum tekur maður ekki svona ákvarðanir út frá því. Ingólfur hefur fengið að vita nokkrar ástæður og hann kýs að kafa djúpt ofan í eina af þeim. Það er hans mál.“ En er eitthvað sannleikskorn í þeim fullyrðingum að Ingólfur sé erfiður í hóp? „Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan. Ég legg ekki í vana minn að bera persónuleg mál á borð í fjölmiðlum,“ sagði Ásmundur og bætti því við að Ingólfur færi ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Ingólfur lék alls níu leiki með Fram í deild og bikar og skoraði í þeim eitt mark. Hann lék áður með KR, Val, Þrótti, KV og Víkingi Ó. hér á landi. Fram er í 7. sæti Inkassodeildarinnar með þrettán stig eftir 10 umferðir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ingólfur Sigurðsson á förum frá 1. deildarliði Fram. Ingólfur var kallaður á fund í gær þar sem honum var tjáð að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann þykir svo slæmur í hóp.433.is greindi fyrst frá málinu en í samtali við vefsíðuna sakar Ingólfur Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að hafa grafið undan sér. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu fyrir skemmstu þar sem hann skýrði sína hlið á málinu. Ásmundur segir rétt að Ingólfur sé á förum frá Fram en það sé rangt að brotthvarf hans megi rekja til umkvartana Hlyns Atla. „Þetta mál er einfaldlega þannig að leikmaður er tekinn á fund þar sem honum er tjáð að hann megi leita annað og best sé að klára málið strax með þeim hætti,“ sagði Ásmundur sem tók við þjálfun Fram í vetur. „Við erum ekki alveg nógu ánægðir með spilamennsku liðsins en það er ekkert Ingólfi einum og sér að kenna. Hann hefur átt sína spretti og gert vel á köflum. Við erum að fara yfir sviðið og reyna að vega og meta hvað sé best fyrir liðið. Þetta er eitt af því. „Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um einstaka leikmenn og persónuleg mál en það er alveg ljóst að maður tekur ekki svona ákvarðanir léttvægt. Þótt einn leikmaður kvarti yfir öðrum tekur maður ekki svona ákvarðanir út frá því. Ingólfur hefur fengið að vita nokkrar ástæður og hann kýs að kafa djúpt ofan í eina af þeim. Það er hans mál.“ En er eitthvað sannleikskorn í þeim fullyrðingum að Ingólfur sé erfiður í hóp? „Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan. Ég legg ekki í vana minn að bera persónuleg mál á borð í fjölmiðlum,“ sagði Ásmundur og bætti því við að Ingólfur færi ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Ingólfur lék alls níu leiki með Fram í deild og bikar og skoraði í þeim eitt mark. Hann lék áður með KR, Val, Þrótti, KV og Víkingi Ó. hér á landi. Fram er í 7. sæti Inkassodeildarinnar með þrettán stig eftir 10 umferðir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira