Ásmundur: Ingólfur fer frjálslega með staðreyndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2016 18:13 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ingólfur Sigurðsson á förum frá 1. deildarliði Fram. Ingólfur var kallaður á fund í gær þar sem honum var tjáð að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann þykir svo slæmur í hóp.433.is greindi fyrst frá málinu en í samtali við vefsíðuna sakar Ingólfur Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að hafa grafið undan sér. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu fyrir skemmstu þar sem hann skýrði sína hlið á málinu. Ásmundur segir rétt að Ingólfur sé á förum frá Fram en það sé rangt að brotthvarf hans megi rekja til umkvartana Hlyns Atla. „Þetta mál er einfaldlega þannig að leikmaður er tekinn á fund þar sem honum er tjáð að hann megi leita annað og best sé að klára málið strax með þeim hætti,“ sagði Ásmundur sem tók við þjálfun Fram í vetur. „Við erum ekki alveg nógu ánægðir með spilamennsku liðsins en það er ekkert Ingólfi einum og sér að kenna. Hann hefur átt sína spretti og gert vel á köflum. Við erum að fara yfir sviðið og reyna að vega og meta hvað sé best fyrir liðið. Þetta er eitt af því. „Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um einstaka leikmenn og persónuleg mál en það er alveg ljóst að maður tekur ekki svona ákvarðanir léttvægt. Þótt einn leikmaður kvarti yfir öðrum tekur maður ekki svona ákvarðanir út frá því. Ingólfur hefur fengið að vita nokkrar ástæður og hann kýs að kafa djúpt ofan í eina af þeim. Það er hans mál.“ En er eitthvað sannleikskorn í þeim fullyrðingum að Ingólfur sé erfiður í hóp? „Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan. Ég legg ekki í vana minn að bera persónuleg mál á borð í fjölmiðlum,“ sagði Ásmundur og bætti því við að Ingólfur færi ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Ingólfur lék alls níu leiki með Fram í deild og bikar og skoraði í þeim eitt mark. Hann lék áður með KR, Val, Þrótti, KV og Víkingi Ó. hér á landi. Fram er í 7. sæti Inkassodeildarinnar með þrettán stig eftir 10 umferðir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ingólfur Sigurðsson á förum frá 1. deildarliði Fram. Ingólfur var kallaður á fund í gær þar sem honum var tjáð að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann þykir svo slæmur í hóp.433.is greindi fyrst frá málinu en í samtali við vefsíðuna sakar Ingólfur Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að hafa grafið undan sér. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fram, var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu fyrir skemmstu þar sem hann skýrði sína hlið á málinu. Ásmundur segir rétt að Ingólfur sé á förum frá Fram en það sé rangt að brotthvarf hans megi rekja til umkvartana Hlyns Atla. „Þetta mál er einfaldlega þannig að leikmaður er tekinn á fund þar sem honum er tjáð að hann megi leita annað og best sé að klára málið strax með þeim hætti,“ sagði Ásmundur sem tók við þjálfun Fram í vetur. „Við erum ekki alveg nógu ánægðir með spilamennsku liðsins en það er ekkert Ingólfi einum og sér að kenna. Hann hefur átt sína spretti og gert vel á köflum. Við erum að fara yfir sviðið og reyna að vega og meta hvað sé best fyrir liðið. Þetta er eitt af því. „Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um einstaka leikmenn og persónuleg mál en það er alveg ljóst að maður tekur ekki svona ákvarðanir léttvægt. Þótt einn leikmaður kvarti yfir öðrum tekur maður ekki svona ákvarðanir út frá því. Ingólfur hefur fengið að vita nokkrar ástæður og hann kýs að kafa djúpt ofan í eina af þeim. Það er hans mál.“ En er eitthvað sannleikskorn í þeim fullyrðingum að Ingólfur sé erfiður í hóp? „Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan. Ég legg ekki í vana minn að bera persónuleg mál á borð í fjölmiðlum,“ sagði Ásmundur og bætti því við að Ingólfur færi ansi frjálslega með staðreyndir í þessu máli. Ingólfur lék alls níu leiki með Fram í deild og bikar og skoraði í þeim eitt mark. Hann lék áður með KR, Val, Þrótti, KV og Víkingi Ó. hér á landi. Fram er í 7. sæti Inkassodeildarinnar með þrettán stig eftir 10 umferðir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki