Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 23:21 Quandeel var með frægari konum í Pakistan. Vísir/Getty Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína. Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag. Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/InstagramVar margt til listanna lagtQandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna. Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab. Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína. Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag. Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/InstagramVar margt til listanna lagtQandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna. Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab. Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira