Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 23:21 Quandeel var með frægari konum í Pakistan. Vísir/Getty Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína. Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag. Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/InstagramVar margt til listanna lagtQandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna. Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab. Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína. Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag. Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/InstagramVar margt til listanna lagtQandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna. Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab. Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira