Tryggvi Guðmundsson segir Böðvari að „hætta þessum stælum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2016 15:57 Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, er ekki alveg nógu hrifinn af „stælunum“ í Böðvari Böðvarssyni, bakverði Íslandsmeistara FH, eins og hann orðar það sjálfur. Tryggvi gerir upp leik ÍBV og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær á fótbolti.net en þar töpuðu Íslandsmeistararnir stigum annan leikinn í röð er liðin skildu jöfn, 1-1. Svolítill hiti var í leiknum, en í fyrri hálfleik tæklaði Sindri Snær Magnússon Englendinginn Sam Hewson hressilega. Böðvar Böðvarsson var fyrstur á vettvang og ýtti við Sindra og uppskar gult spjald. „Ég vil meina að Sindri Snær hafi svolítið byrjað þetta en svo verður Böðvar Böðvarsson að hætta þessum stælum,“ segir Tryggvi við fótbolti.net. Böðvar „fiskaði“ Serbann Vladimir Tufegdzic í Víkingi út af í síðasta leik FH. Bakvörðurinn ýtti þá nokkrum sinnum við Serbanum sem á endanum brást illur við og gaf Böðvari olnbogaskot í magann. Fyrir það fékk Tufegdzic rautt spjald. „Böðvar fiskaði Tufa í Víkingi R. af velli í síðasta leik með því að ýta honum þrívegis, svo fær hann nett olnbogaskot og kvartar eins og hann sé saklausasti maður í heimi,“ segur Tryggvi. „Hann lenti í líku atviki í gær en ég var ánægður með Davíð Þór Viðarsson sem hljóp til Bödda og eiginlega bara skammaði hann og sagði honum að hætta þessari vitleysu. Böðvar er góður í fótbolta og ég myndi halda að hann myndi ekki vilja fá svona leiðindastimpil á sig,“ segir Tryggvi Guðmundsson. Tæklinguna og lætin má sjá í spilaranum hér að ofan en allt verður vitlaust eftir 33 sekúndur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, er ekki alveg nógu hrifinn af „stælunum“ í Böðvari Böðvarssyni, bakverði Íslandsmeistara FH, eins og hann orðar það sjálfur. Tryggvi gerir upp leik ÍBV og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær á fótbolti.net en þar töpuðu Íslandsmeistararnir stigum annan leikinn í röð er liðin skildu jöfn, 1-1. Svolítill hiti var í leiknum, en í fyrri hálfleik tæklaði Sindri Snær Magnússon Englendinginn Sam Hewson hressilega. Böðvar Böðvarsson var fyrstur á vettvang og ýtti við Sindra og uppskar gult spjald. „Ég vil meina að Sindri Snær hafi svolítið byrjað þetta en svo verður Böðvar Böðvarsson að hætta þessum stælum,“ segir Tryggvi við fótbolti.net. Böðvar „fiskaði“ Serbann Vladimir Tufegdzic í Víkingi út af í síðasta leik FH. Bakvörðurinn ýtti þá nokkrum sinnum við Serbanum sem á endanum brást illur við og gaf Böðvari olnbogaskot í magann. Fyrir það fékk Tufegdzic rautt spjald. „Böðvar fiskaði Tufa í Víkingi R. af velli í síðasta leik með því að ýta honum þrívegis, svo fær hann nett olnbogaskot og kvartar eins og hann sé saklausasti maður í heimi,“ segur Tryggvi. „Hann lenti í líku atviki í gær en ég var ánægður með Davíð Þór Viðarsson sem hljóp til Bödda og eiginlega bara skammaði hann og sagði honum að hætta þessari vitleysu. Böðvar er góður í fótbolta og ég myndi halda að hann myndi ekki vilja fá svona leiðindastimpil á sig,“ segir Tryggvi Guðmundsson. Tæklinguna og lætin má sjá í spilaranum hér að ofan en allt verður vitlaust eftir 33 sekúndur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira