Erlent

Augu allra á Merkel eftir Brexit

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Merkal spáir í spilin varðandi framtíð Evrópu eftir Brexit.
Merkal spáir í spilin varðandi framtíð Evrópu eftir Brexit. Vísir/AFP
Augu allra eru á Angelu Merkel kanslara Þýskalands um að tryggja ekki frekari upplausn í Evrópusambandinu eftir að Bretar sögðu sig úr sambandinu með þjóðaratkvæðagreiðslunni 23. júní. Merkel sem fyrr fer sér hægt og hefur ekki sýnt á spilin.

Atkvæðin höfðu rétt verið talin þegar Sigmar Gabriel leiðtogi Sósíal-Demókrata í Þýskalandi og Martin Schulz forseti Evrópuþingsins kynntu sérstakt númerað skjal með tíu efnisatriðum um enduruppbyggingu Evrópu. Þar eru kynntar hugmyndir um enn nánara ríkjasamband ríkjanna 27 sem verða eftir í sambandinu þar sem framkvæmdastjórnin yrði með yfirþjóðlegt vald sem einhvers konar ríkisstjórn Evrópusambandsins. Þá vilja þeir að stefnunni á evrusvæðinu verði breytt með það fyrir augum að draga úr aðhaldsaðgerðum og sparnaði hjá þjóðum sem hafa glímt við fjárlagahalla.

Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands var fljótur að skjóta þessar hugmyndir niður. Merkel flýtir sér hins vegar hægt og hefur ekkert gefið út hvað eigi að gera ef það þurfi yfirleitt að gera eitthvað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×